Frakkland

Skíðað niður frönsku alpana.
 

Ferðir til Frakklands - Lands freistinga og munaðar

Frakkland hefur uppá allt að bjóða, eins og snjóríka Alpa, sólríkar strendur, crème brulée, gæðavín og eðalosta. Til að tryggja öryggi og bestu verðin á markaðinum, bókaðu þá ferðina hjá KILROY travels.

Hvaða landshluta Frakklands er best að ferðast til? 

Allra! Já Frakkland er frábært í alla staði og enginn staður betri en annar. Franska landslagið er fallega fjölbreytt. Snjói þaktir toppar Alpafjallanna eru aðeins í nokkurra klukkutíma fjarlægð frá sólríkum ströndum Ríverunnar. Í Próvense eru stórir og miklir akrar af lofnarblómum og ólífutrjám og í norðurhlutanum svipar landslagið til landslagsins í Skandinavíu..ja, að undanskildnum víngörðunum...

Áhugaverðir staðir

París kemur að sjálfsögðu fyrst uppí hugann þegar talað er um að ferðast til Frakklands. Gerðu eins og Frakkarnir: Sláðu þér niður á kaffihús með café au lait og croissant og andaðu að þér Parísar stemmningu. Fáðu þér svo göngu um borgina og njóttu perlna eins og Eiffel turnsins, Champs-Élysées, Montmartre, Sacre Coeur og stórsláandi Louvre safnsins - já það er af nógu að taka í París.   

Korsíka, heimaeyja Napóleons Bónaparte, er paradís ferðamannsins og býr að mikilli sögu og menningu.

Nice er án efa uppáhaldið okkar hjá KILROY. Gamli bærinn er eins og klipptur út úr póstkorti, með öllum sínum mjóu strætum og litlu sætu frönsku veitingastöðunum. Ströndin er himnesk. Hér liggurðu á stórum mjúkum steinum en ekki sandi, og vatnið er himinblátt - alveg einstakt! 

Við mælum einnig með að þú farir í skemmtigöngu á göngustígnum meðfram ströndinni. Þessi strandleið liggur á milli lúxushótela og strandarinnar. Hér er fólk á línuskautum og skauta í kringum strandstóla, veitingastaði og lúxusbifreiða. Settu á þig þægilega skó og myndavél, því útsýnið gerist ekki betra!

Franska Rivíeran

Fegurð Frönsku Rivíerunar svíkur engan. Hlykkjóttir vegir, brattir klettar, asnar við vegarbrúnina, og heiðblár sjórinn fyrir neðan þig. Taktu deginum eins og hann kemur og innritaðu þig á eitt af mörgum litlu hótelunum meðfram veginum. Ferð sem þú kemur seint til með að gleyma!  

Aix-en-Provence

Lítill bær þar sem íbúar spila boule í görðunum og borðað er úti undir beru lofti á litlum sætum veitingastöðum. Al fresco eins og Frakkarnir segja! Frönsk matargerðarlist

Það er óþarfi að kynna franskan mat og að Frakkland býður uppá framúrskarandi mat og vín...að ógleymdum eftirréttunum! Croissants, pain au chocolat og baguettes. Þú verður að smakka "croquet monsieur" - frægustu samloku heims. Aldrei hefur samloka með skinku, osti og sinnepssósu bragðast svona vel! Og takk Frakkland fyrir að kynna okkur fyrir crème brûlée og fullt af stórkostlegum ostum. 

Þú getur eytt heilu fríi bara við að kanna eitt af vínhéruðum Frakklands. Sama gildir um matargerð landsins. Hvert hérað hefur sitt eigið sérstaka ljúfmeti eins og Bouillabaisse fiskisúpuna í Suður-Frakklandi. Eða hvað um smá truffle eða Foie Gras paté - með þeim mest sóttustu og dýrustu ljúfmetum í heimi. Mundu að fara frekar á litlu veitingastaðina á hliðargötunum heldur en stóru breiðstrætin. Monsieur, l'additon s'il vous plaît. 

Bienvenue en France!

Hafa samband