Nice

Torgið Plaza Masséna í Nice
 

Nice – perlan á frönsku riveríunni

Hvort sem þú ert að leita að glamúr eða menningarlegri upplifun þá finnur þú bæði í Nice! Borgin býður upp á frábærar skoðunarferðir, tónleika, lista gallerí, verslanir, markaði og garða sem láta þér ekki leiðast á þessum fallega stað við Miðjarðarhafið. Ekki má gleyma góðum vínum, ostum og nýbökuðu baguette! Bókaðu ferð þína til Nice hjá KILROY!

Innan um marga fallega áfangastaði á frönsku riveríunni er Nice perlan. Borgin er einstaklega líflega og finnur þú þar alla þá kosti sem miðjarðarhafsborgir hafa þegar kemur að mat, menningu, verslun og skemmtun. Hér koma þeir ríku saman á lúxus hótelum, eyða þúsundum evra í spilavítum og ræða tísku eða pólitík yfir kavíar og kampavíni. Á sama tíma skrá bakpokaferðalangar sig inn á vingjarnleg gistiheimili, þræða götur Vieille Ville hverfisins og setjast niður við sjóinn með frönsk vín og osta úr nálægri matvöruverslun. Það sem við erum að segja er að Nice er skemmtileg borg fyrir alla!

Hvað á að skoða í Nice?

Framboðið á skoðunarferðum og skemmtunum er gríðarlegt í Nice en það eru nokkrir staðir sem þú ættir alls ekki að missa af. Farðu upp á hæðina við Vieille Ville hverfið og njóttu útsýnisins yfir borgina. Þar finnur þú einnig fornar leifar af kastalanum Colline du Chateau og skemmtilegan garð. Mundu að taka með gott vín, osta og nýbakaða baguette. Hægt er að taka lyftuna upp en ef þú þarft hreyfingu er um að gera að skokka upp tröppurnar.

Útsýnið yfir höfnina í Nice

Á daginn er ævintýrlegur blómamarkaður í gamla bænum, Vieille Ville, þá fyllist torgið af skemmtilegum blómasölum ásamt nokkrum sem selja ferska ávexti, grænmeti og osta. Þegar líður á kvöldið taka veitingastaðirnir yfir og torgið fyllist af borðum og stólum. Ef þú hefur áhuga á stjörnufræði máttu alls ekki missa af Nice Observatiorum. Hvelfingin er 24 metra í þvermáli og sú stærsta í Evrópur. Þar getur þú fræðst um og horft á stjörnurnar í gegnum sjónauka. Mikið er einnig af sögufrægum byggingum á borð við kirkjur og dómkirkjur sem sumar eru frá 18. öld t.d. Cathèdrale de Sainte Rèparate og Monastère Notre Dame de Cimiez sem er vert fyrir þig að skoða.

Strandlengja Nice

Þó svo það sé margt að sjá og skoða í Nice þá verður þú og allir sem þangað koma að ganga meðfram Promenade des Anglais sem liggur meðfram ströndinni. Þar er yndislegt að staldra við og fylgjast með mannlífinu. Athugið að ströndin í Nice er gerð úr steinum svo ef þú villt frekar sandinn þá er ekkert mál að kíkja yfir til Villefranche-sur-Mer. Tekur um tíu mínútur með lestinni en einnig getur þú gengið þangað meðfram sjávarsíðunni. Þá eru einnig margir skemmtilegir staðir í kringum Nice sem er vert fyrir þig að heimsækja eins og Mónakó, Cannes og Antibes. Auðvelt er að fara þangað með lestinni sem gengur alla daginn. Kannaðu þó hvort það sé nokkuð verkfall áður en þú leggur af stað!

Hágæða matur

Nice er sannkallað himnaríki fyrir þá sem elska góðan mat og gott vín! Frakkland er þekkt fyrir spennandi matargerð sem byggir á góðu hráefni og hvert landsvæði hefur sína útgáfu af réttum og matreiðsluaðferðir. Í Nice munt þú komast að því að ólívuolía, krydd og grænmeti eru uppistöðuhráefnin í flestum réttum. Við skorum á þig að prófa að útbúa þinn eigin mat einu sinni eða tvisvar! Það felur í sér að fara í kjötbúðina, bakaríið eða matvöruverslunina og kaupa nýbökuð baguette, bragðgóða franska osta, kjötvörur frá svæðinu og aðra ferska matvöru – úrvalið er endalaust! Kipptu með flösku af Bordeaux víni.

Krydd markaður í Nice

Veitingastaðirnir í Nice eru ekki af verri endanum en þeir bjóða upp á frábær dæmi um franska matreiðslu. Í Nice er sjávarréttirnir ferskir og ættir þú að prufa að panta þér sérrétt þeirra, krækling. Þú munt finna veitingastaði út um allt en því miður hafa í sumum hverfum matseðlarnir og maturinn orðið fyrir áhrifum frá ferðamönnum. Þetta á til dæmis við í kringum bryggjusvæðið. Í gamla bænum finnur þú mikið úrval veitingastaða og eru gæðin venjulega góð. Margir veitingastaðir bjóða upp á fyrirfram ákveðinn matseðil á um 10-20 evrur á mann en þú ættir að forðast þessa staði. Skammtarnir eru þar oft minni og maturinn fjöldaframleiddur. Vínið er venjulega gott og ef þú veist ekki alveg hvað þú ættir að panta er oftast öruggt fyrir þig panta vín hússins.

Samgöngur og gisting í Nice

Í Nice finnur þú allskonar gisti möguleika, ódýr gistiheimili, virkilega dýr lúxushótel og allt þar á milli. Verðið stjórnast yfirleitt af staðsetningu og því lengra sem þú ferð frá miðbænum þá lækkar verðið og gæðin hækka. Það er auðvelt fyrir fótgangandi vegfarendur að rata um í Nice. Einnig er þar mjög skilvirkt sporvagna- og strætó kerfi sem þú ættir ekki að eiga í neinum vandræðum með að nota. Leigubílar eru dýrir svo ekki taka þá nema það sé nauðsynlegt. Samgöngur til og frá flugvellinum að miðborginni eru ódýrar og auðveldar. Þú getur spurst fyrir á upplýsingaborðinu þegar þú lendir ef þig vantar aðstoð með að finna bestu leiðina.

Hvenær á að heimsækja Nice?

Loftslagið í Nice er þægilegt allt árið um kring. Júlí og ágúst eru heitustu mánuðirnir og fyllist borgin þá af ferðamönnum. Ef þú vilt njóta borgarinnar í kyrrlátu og rólegu andrúmslofti mælum við með því að heimsækja Nice á vorin eða snemma á haustin.

Dreymir þig um Miðjarðarhafsloftslagið?
Hafðu samband!

Hafa samband