París

Charles de gaulle í París
 

París – rómantík, listir og tíska

París er borgin sem mun heilla þig um leið og þú lendir. Í París finnur þú einstaka menningu, listir, byggingar, skemmtileg torg og blóðheita frakka. Gakktu um litlu steinlögðu strætin og leyfðu borginni að draga þig á tálar! Eftir hverju ertu að bíða? Bókaðu ferðina með KILROY!

París - borg lista, menningar og rómantíkur

Að ferðast um í París?

Mjög auðvelt er fyrir þig að ferðast um borgina. Neðanlestarkerfið í París (Lé Métro) er eitt það stærsta í heiminum og finnur þú stöðvar á öðru hverju götuhorni. Athugaðu að París er stór borg og eru byggð þannig að um 20 mismunandi hverfi sem raðast í spíral út frá hverfi eitt sem er miðja borgarinnar.

Versla, versla og versla!

Það getur verið erfitt fyrir þig að fara til Parísar án þess að versla eitthvað, borgin er nú einu sinni höfuðborg tískunnar! Það góða er samt að allir ættu að geta fundið eitthvað fyrir sig. Í París eru frægar verslunarmiðstöðvar eins og Galeries Lafayette og Printemps og á Rue des Francs-Bourgeous finnur þú verslanirnar Bensimon, Muji og Tati (eru svipaðar H&M).

Hvort sem þú hefur efnið á því eða ekki verður þú að kíkja inn í Louis Vuitton verslunina á 101 Avenue Des Champs-Élysées. Verslunin er sjö hæða paradís! Þar finnur þú vörur allt frá hátísku til ferðabókmennta. Gaman er einnig að ganga um Triangle d´or svæðið en þar finnur þú öll stóru tískuhúsin eins og Dior, Prada og YSL.

Gaman að ganga um litlu göturnar í París

Hvað á ég að skoða í París?

Eiffel turninn, já þú verur að heimsækja hann. Hann er kannski svolítið umtalaður en þú átt ekki eftir að verða fyrir vonbrigðum. Sjáðu muninn á honum að degi til og síðan að kvöldi til. Það getur oft verið löng röð að fara upp svo ef þú hefur ekki þolinmæði í að bíða í kílómetra langri röð mælum við með því að þú farir efst upp á Tour Mont Parnasse sem er gríðarstór skrifstofubygging og skoðir hið einstaka útsýni þaðan.

Le Louvre safnið er einnig eitt sem þú mátt ekki missa af! Hafðu þó í huga Mona Lisa er líklega mun minni en þú áætlaðir og gæti verið erfitt að sjá hana í gegnum alla hina ferðamennina. Safnið er mjög stórt svo vertu búin/n að skipuleggja þig!

Farðu í gönguferð, eftir inniveruna í Le Louvre safninu, um latneska hverfið (latin quarter) en þar eru yndislegar byggingar, veitingastaðir, gallerí og skemmtilegar litar sérvöruverslanir. Mundu að stoppa á einu kaffihúsinu og njóta mannlífsins. Annað sem þú verður að sjá er Sigurboginn og Charles du Gaulle torginu og  Notre Dame á Pervais du Scré Coeur. Þá er einnig hægt að fara í siglingu um Signu þar sem þú getur séð nokkrar af helstu byggingu frá öðru sjónarhorni.Sjáðu Monu Lisu í Le Louvre safninu - París

Ef þig lagnar að komast út úr borginni og mannmergðinni þá er tilvalið fyrir þig að leigja bíl og keyra út á landsbyggðina. Hafðu þó í huga að umferðin getur verið mikil og frakkar eiga það til að keyra eins og þeir séu nýbúnir að stela bílnum. Við skorum á þig að finna beyglulausan bíl í París! Nýttu um leið tækifærið og farðu á eina vínekruna í smá skoðun og smakk, stoppaður við lítinn og notalegan veitingastað og njóttu andrúmsloftsins. Þú munt elska það!

Tómur magi?

Ef veðrið er gott er góð hugmynd fyrir þig að kaupa baguette, Brie ost og góða rauðvínsflösku, pakka þessu öllu í körfu og fara í lautarferð í einhverjum af hinum dásamlegu görðum sem finnast í París. Mælum með görðunum í kringum Sactré Coeur. Það verður ekki erfitt fyrir þig að finna góðan mat í París. Frakkar eiga almennt í miklu ástríðusambandi við mat og á öllum veitingastöðum er áhersla á góðan mat – hvort sem þú ferð á fimm stjörnu veitingahús eða fjölskyldurekinn matsölustað á næsta götuhorni.Fáðu þér sæti og njóttu - París

Ef þú ert að leita eftir léttum hádegisverði kíktu þá við á Cojean sem er staðsettur á 6 rue de Séze. Þar er boðið upp á bragðgóð salöt og fallegar  samlokur. Bistrot Des Dames á rue de Dames er alvöru franskur matsölustaður með kósý verönd í litlum húsagarði. Í miðju ferðamannasvæðinu, nálægt Arc De Triumph er lítill demantur, La Brasserie du Drugstore, en þar færðu allt frá hamborgurum upp í stórar máltíðir. Annar veitingastaður sem er á 133 Avenue de Champs-Élysées er fullkominn fyrir alla nátthrafna því eldhúsið er opið til kl. 02.00.

Dreymir þig um París
Hafðu samband

Hafa samband