Rússland

rauða torgið í Rússlandi
 

Ferðir til Rússlands – stærsta lands í heimi

Í Rússlandi munt þú finna menningarlega fjölbreytni sem sést hvergi annars staðar í heiminum. Í einu landi finnur þú prýði keisaratímans, byggingarlist frá tíma Stalín og einangruð þjóðarbrot í sveitum. Í Rússlandi eru 12 tímabelti. Andstæðurnar á milli Kaliningrad og St. Pétursborgar í vestri og Vladivostok við Kyrrahafsströndina eru gríðarlegar – að ekki sé minnst á allt það sem liggur á milli! Borgir í Rússlandi eru frábærar til að heimsækja í stuttum fríum, en þú munt aldrei hafa nógan tíma til að kynnast öllum gimsteinum þessa mikla lands.

Upplifðu Rússland

Í Rússlandi getur þú séð margvíslega hluti. Stórborgirnar Moskva og St. Pétursborg sýna fágaðri hlið á Rússlandi en minni bæir í sveitinni. Að okkar mati er það besta við Rússland að í landinu má finna a.m.k. 160 mismunandi þjóðarbrot. Þrátt fyrir að um 99% af fólkinu sem býr í Rússlandi geti átt samskipti á rússnesku, tala minnihlutahóparnir um 100 mismunandi tungumál. Taktu rútu til Úralfjalla en þar getur þú kynnst einangruðum smábæjum og einstakri menningu þeirra. Við getum lofað þér því að þú sérð ekki marga aðra ferðalanga á þeim slóðum. Í austurhluta Rússlands má sjá að menningin er svipuð menningu Mongólíu og Kína.

Heimsæktu Moskvu

Moskva, höfuðborg Rússlands, er stærsta borgin í Evrópu. Skoðaðu sögulegar minjar, verslaðu munaðarvöru og týndu þér í óskipulagðri umferðinni.

Helgarferð til St. Pétursborgar

St. Pétursborg er sögð vera vestrænasta borg Rússlands en jafnframt sú fallegasta þegar kemur að byggingarlist keisaratímans.

Vladivostok í Rússlandi

Vladivostok er stærsta höfn Rússlands við Kyrrahafið og liggur í raun nær San Fransisco heldur en Moskvu. Héðan er auðvelt að halda áfram ferðalagi til Kína eða Japan.

Sochi

Sochi er fremsta strandarsvæði Rússlands en þar munu vetrarólympíuleikarnir verða haldnir árið 2014. Eyddu degi á ströndinni eða njóttu byggingarlistar frá tíma Stalín. Sochi býður upp á áhugaverða garða með heittempruðum gróðri og fallegum minnisvörðum. Hér eru nyrstu teakrar í Evrópu.

Síberíuhraðlestin

Þú getur ferðast frá Evrópu og til austurlanda og til baka – með lest! Ein þekktasta lestarleið tekur tíma en er minnisstæð leið til að ferðast. Ef þig langar ekki að eyða tíma í Vladivostok, getur þú tekið lest í gegnum Mongólíu og alla leið til Peking.

Þú getur gert margt fleira en að drekka vodka í Síberíuhraðlestinni! Skoðaðu Vodkatrain ævintýrin sem KILROY stingur upp á!

Fljót og ár í Rússlandi

Farðu í bátsferð á einni af hinum gríðarstóru ám í Rússlandi. Það eru nokkrar til að velja um; Volga, Lena, Yenisei og Don, bara til að nefna nokkrar! Þú getur jafnvel komist á milli nokkurra af stærstu borgunum með bátum.

Að komast á milli staða í Rússlandi

Yfirleitt eru lestir auðveldasta leiðin til að komast á milli staða í Rússlandi. Lestarleiðirnar eru áreiðanlegar og lestir eru nær alltaf á áætlun. Það eru margar tegundir af lestarmiðum í boði, gættu þess að þú greiðir rétt verð fyrir þinn miða. 

Hraðskreiðari valkostur eru auðvitað flugvélar. Ekki er hægt að treysta öllum rekstraraðilum flugfélaga, sérstaklega ekki í innanlandsflugi og ekki er heldur hægt að treysta á flugáætlanir. Þar sem innanlandsflugmiðar eru sjaldan í sölu á netinu getur verið flókið að bóka miða.

Fjölmargar rútur keyra í gegnum Rússland í allar áttir. Vegirnir, sérstaklega sveitavegir, geta verið slæmir þannig að ekki búa þig undir þægilega ferð! Stundum geta rútuferðir til og frá litlum bæjum verið á nokkurra daga fresti.

Það getur verið áhættusamt að keyra eigin bíl (eða leigðan bíl) í Rússlandi. Fyrir utan slæma vegi, stundum mjög slæma, er líklegt að vera stöðvaður af spilltum lögregluþjónum. Til að vera boðnar mútur halda þeir því oftast fram að þú sért fullur eða hafir verið að keyra of hratt.

Hvenær á að fara til Rússlands?

KILROY mælir með því að fara til Rússlands seint að vori eða snemma að hausti. Á þessum tíma ná ferðamenn að forðast mesta túristaflauminn. Athugaðu að í Rússlandi, sérstaklega í norður Rússlandi, er mjög kalt á veturna. Snemma á vorin (febrúar-apríl) og seint á haustin (október-nóvember) er venjulega rigning og grámóskulegt um að litast.

Ferðaráð KILROY í Rússlandi:

Sniðug leið til að komast burt frá straumi ferðamanna er að prófa ævintýraferðir með Dragoman, Vodkatrain eða Intrepid. Í Vodkatrain ferð með Síberíuhraðlestinni heimsækir þú litla bæi og færð leiðsögn frá innfæddum. Þetta er miklu betri valkostur en að drekka vodka alla leiðina til Vladivostok! Vodkatrain og önnur ævintýri í Rússlandi eru í boði hjá KILROY.

Það eru fleiri hliðar á rússneskri matargerð en vodki og kavíar! Prófaðu bragðgóð pelmeni og fleiri tegundir af fylltum deighornum. Í borgum er hægt að kaupa þetta á götum úti!

Gættu þess að fá þér vegabréfsáritun tímanlega áður en þú ferðast til Rússlands. Þú þarft líka að athuga að ef þú ert með vegabréfsáritun sem gildir bara í eitt skipti þá ferðu ekki aftur inn í landið ef þú heimsækir nágrannaland.

Skoðaðu ferðaráðleggingar, sérstaklega ef þú ert að fara til syðsta hluta Rússlands við Svartahaf og Kaspíahaf. Pólitísk mál á þessu svæði eru ekki alltaf örugg og stundum eru þarna hryðjuverkaárásir.

Rússar tala ekki mikla ensku. Ef þú ert að undirbúa ferð út í sveitina eða í borgir, aðrar en St. Pétursborg eða Moskvu, myndi örlítill grunnur í rússnesku hjálpa þér mjög mikið. 

Hafa samband