Þýskaland

Berlín er ein skemmtilegasta borg Þýskalands
 

Ferðir til Þýskalands - kastalar, bjór og borgarlíf

Í hjarta Evrópu er Þýskaland með þúsundir miðaldakastala, fallegt sveitalandslag og blómlegt borgarlíf ásamt háþróaðri vín- og bjórmenningu. Ferðalag til Þýskalands kemur skemmtilega á óvart! Þú getur skotist í helgarferð, farið í roadtrip eða jafnvel farið í málaskóla og lært þýsku. Svo er Októberfest auðvitað haldin hátíleg á hverju ári um allt Þýskaland!

Þýskaland er stórt land í miðri Evrópu en íbúar þess er u.þ.b. 82 milljónir. Í þessu söguríka og menningarlega landi eru bæði falleg smáþorp og spennandi stórborgir sem auðvelt er að gleyma sér í. Þjóðverjar eru partýglaðir og duglegir við að halda ýmsar hátíðir, ekki síst hátíðir sem tengjast vín- og bjórsmökkun, að ógleymdum spennandi tónlistarhátíðum.

Ferðir til Þýskalands með KILROY

Borgir í Þýskalandi sem þú ættir að skoða:

Það eru mjög margar áhugaverðar borgir í Þýskalandi og hver þeirra hefur sitt einstaka andrúmsloft. Hér að neðan er umfjöllun um nokkrar af stærri borgunum sem er spennandi að upplifa.

Berlín er höfuðborg Þýskalands og mögulega flottasta nútímastórborg Evrópu. Hún er þekkt fyrir fjölbreytta menningu, fjölda námsmanna og blómstrandi listalíf. Borgin er mjög gróin en víða má finna fallega garða til að slaka á í. Berlín er fræg fyrir lifandi tónlistarsenu og fjölda tónleika allt árið um kring. Aðdáendur raftónlistar geta fundið mikið að flottum klúbbum. Fyrir utan hin fjölmörgu áhugaverðu gallerí og söfn ættir þú að kanna útsýnið yfir borgina og besti útsýnispallurinn er í gamla DDR sjónvarpsturninum. Þú munt taka eftir því að byggingarstíllinn í Berlín er fjölbreyttur þar sem nútímalegar byggingar standa í bland við sögulegar byggingar. Það er auðvelt að eyða nokkrum vikum einungis í að skoða Berlín!

Útsýnið yfir Berlín að kvöldi til - Þýskaland | KILROY

Frankfurt er fjármálamiðstöð Vestur-Þýskalands, en borgin er staðsett á Main River og einkennist af nútímalegum háhýsum. Frankfurt er mjög fjölbreytt borg; þar eru skýjakljúfar og miðaldabyggingar í bland og ríkir bankamenn og staurblankir nemendur lifa í sátt og samlyndi. Þekktustu söfnin og Römer torg laða milljónir ferðamanna að borginni ár hvert. Sjáðu gömlu dómkirkjuna sem er frá árinu 862, farðu að heimsækja fæðingarstað Goethe og háskólann sem var byggður árið 1914. Flugvöllurinn í Frankfurt er stór og héðan getur verið hagstætt að fljúga til Asíu, Afríku, Suður Ameríku og til annarra landa í Evrópu.

München er þriðja stærsta borg Þýskalands. Ímynd borgarinnar gæti verið að hún sé svolítið íhaldssamari en Berlín, en barokk- og rókókóáhrifin í byggingarstíl borgarinnar ásamt rólegri sveitastemningunni gera borgina dásamlega heillandi. Farðu að sjá Frúarkirkjuna (þýs. Frauenkirche) sem er staðsett í miðju borgarinnar og eyddu kvöldstund í óperunni, Nationaltheater, einni af þeim bestu í heiminum. Hin árlega Októberfest er gríðarlega vinsæl og vel þekkt hjá öllum bjóráhugamönnum, en við mælum með því að mæta á hátíðina á virkum degi því yfir helgina er gríðarlegur fólksfjöldi þar. Við mælum líka með því að kíkja á hinn árlega Auer Dult markað. Ef þú vilt upplifa Alpana er auðvelt að komast þangað frá München.

München - Þýskaland | KILROY

Köln er fjórða stærsta borgin í Þýskalandi en hún var stofnuð af Rómverjum fyrir um 2000 árum. Þessi fallega borg er staðsett á bökkum Rínar. Köln er þekkt fyrir vingjarnlegt andrúmsloft og fjölbreytt menningarlíf. Dæmi um árlegan viðburð er vetrarhátíðin Fastelovend, sem haldin er á götum borgarinnar í febrúar. Farðu að skoða hina mikilfenglegu dómkirkju sem er frá árinu 970 og er á heimsminjaskrá UNESCO. Þar getur þú klifrað upp í turninn en þú ættir að gera ráð fyrir að svitna því þrepin sem þú þarft að klífa eru 509 talsins. Erfiðið er þó algjörlega þess virði þegar upp er komið, útsýnið er frábært! Það eru margar kirkjur í borginni í rómverskum stíl, t.d. St. Severin og St. Kunibert. Þeir sem eru áhugasamir um söfn og gallerí hafa marga kosti í heimsklassa að velja um.

Aðrar borgir sem vert er að skoða eru hin fallega Dresden með djass- og kvikmyndahátíðir í gæðaflokki, Dusseldorf þar sem hægt er að kynnast tískuhönnun, hin frjálslynda Hamburg og Bremen sem er sögulega heillandi.

Gisting í Þýskalandi

Í Þýskalandi eru ýmsir valkostir þegar kemur að því að finna góðan stað til að gista á. Allt frá hótelum, hostelum og Couch surfing að tjaldstæðum. Fremdenzimmer eru farfuglaheimili en Jugendherbergen eru gistiheimili fyrir ungt fólk. Þau tengjast Hostelling International samtökunum og eru góður valkostur fyrir bakpokaferðalanga þar sem það eru yfir 600 slík um allt landið. Þegar þú ert í stærri borgum er möguleiki að gista heima hjá einhverjum innfæddum í gegnum annað hvort CouchSurfing eða Airbnb.

Neuschwanstein Kastalinn í Bavaria - Þýskaland | KILROY

Að borða og drekka í Þýskalandi

Matargerð Þjóðverja er undir áhrifum frá ítalskri og franskri matargerð, en í Þýskalandi getur þú fundið fjölbreytta rétti frá öllum heiminum. Eitt sem þú verður að passa upp á að smakka er þýsk pylsa, Wurst. Til eru margar áhugaverðar bragðtegundir sem þú ættir að smakka t.d. karrýpylsu. Það er örugglega ekkert annað land í heiminum sem býður upp á jafn mikið úrval af pylsum og Þýskaland. Í fjölskyldureknum gistihúsum er oft hægt að fá heimaeldaðan mat. Ef þig langar í þýskan skyndibita ættir þú að fá þér ‘Schnellimbiss’, sem er oftast pylsa eða Döner Kebab.

Ef þig langar að smakka góða bjóra ættir þú að fara til Bavaria. Þegar þú ert í Düsseldorf ættir þú að smakka bjóra frá svæðinu í kring. Fjöldi ólíkra bjórtegunda sem bruggaðar eru í Þýskalandi eru nánast óteljandi, svo að þú getur skemmt þér vel við að prófa þig áfram. Munurinn á bjórtegundum á milli landssvæða er merkjanlegur og þú getur venjulega fengið vinsælustu tegundirnar á hverfiskrám sem kallast Kneipes. Ef þú ert meira fyrir ávaxtabjóra (cider) er rétti staðurinn Frankfurt.

Ef þig langar í vínsmökkun – Wineprobe – ættir þú að halda suður til landsins þar sem flestar vínframleiðslurnar eru. Til dæmis eru hvítvín sem framleidd eru á svæðum eins og Riesling og Kerner af hæsta gæðaflokki. Fyrir utan heimsóknir á vínekrur er hægt að fara í vínsmakkanir á litlum krám eða í görðum sem kallast Straußenwirtschaft eða Besenwirtschaft.

Þýskaland býr yfir fallegri náttúru og þar er hægt að fara í skemmtilegar gönguferðir

Að komast á milli staða í Þýskalandi

Það eru margar leiðir til að kanna þetta gríðarstóra land. Ef þú ert umhverfisvæna týpan gætir þú leigt hjól eða jafnvel tekið þitt eigið með í ferðina. Fólk nýtir flug ekki mikið til þess að komast á milli áfanastaða í Þýskalandi því lestar- og rútukerfið er frábært og góðar hraðbrautir tengja áfangastaði saman.

Hraðbrautir, eða Autobahns, voru meira að segja fyrst fundnar upp í Þýskalandi, eins og bifreiðar, þannig að þar er löng hefð fyrir því að keyra um Þýskaland. Vegakerfið er mjög þétt. Það er upplifun að keyra um á Autobahn því það eru engin hraðatakmörk. Það eru engir vegatollar eða gjöld sem þarf að greiða. Það er mikið af bílaleigum í Þýskalandi sem jafnvel bjóða upp á að leigja bara bílinn aðra leiðina. Fáðu tilboð í bílaleigubíl í Þýskalandi hjá ferðaráðgjöfum KILROY. Frá Þýskalandi er auðvelt að keyra til nærliggjandi landa, t.d. Hollands, Belgíu, Frakklands, Sviss og Austurríkis, en athugaðu að innan Evrópu er mjög dýrt er að skila bílaleigubíl í öðru landi en þú tekur bílinn.

Deutsche Bahn er helsta lestarkerfi landsins en á þeirra vegum eru t.d. InterCityExpress háhraðalestir. Það er mjög auðvelt að ferðast með þeim til nálægra borga t.d. Amsterdam, Brussel, Liège, Vínar og Zurich. Lestarkerfið er víðtækt í Þýskalandi og í öllum stærri borgum eru skilvirkt sporvagnakerfi, neðanjarðarlestarkerfi og strætókerfi. Það er gott að hafa í huga að panta fyrirfram ef þú ætlar að ferðast með lest því annars gætir þú þurft að standa á ganginum.

Langar þig að heimsækja Þýskaland?
Hafðu samband!

Hafa samband