Norðurey

Norðurey býr yfir ævintýralegu umhverfi
 

Ferðastu til Norðureyjar Nýja Sjálands - Adrenalín og ævintýri

Norðurey Nýja Sjálands býður upp á mikið úrval afþreyingar og fallegra staða: Hinn magnaði Bay of Islands, risastóra borgin Auckland, spennandi Maori menning við Lake Taupo og listamanna- og menningarborgin Wellington. En þetta er bara lítið brot!

Staðurinn þar sem þér leiðist aldrei

Nýja Sjáland, og sérstaklega Norðurey, er staður sem þér á aldrei eftir að leiðast á. Þú getur séð og upplifað mikilvægustu hlutina á 8 – 10 dögum en vertu viss um að hafa nægan tíma hérna því það er svo mikið sem hægt er að gera – sérstaklega þegar kemur að adrenalíni og ævintýrum. Ef þú hefur tíma geturðu m.a. farið í ævintýraleiðangur út á White Island og gengið á virku eldfjalli. Það sama geturðu gert á hinu fallega Mount Egmont og Mount Tongariro. Á Norðurey er einnig fjöldi jökla sem þú getur gengið á. Hjá Rotorua geturðu synt í heitum hverum, notið strandarinnar og öldugangsins í Kyrrahafi og endað daginn á að heimsækja vínekrur í Wairarapa.

Afþreying

Ef þú ert að leita að fjölbreyttri afþreyingu, skemmtun og fjöri er Nýja Sjáland staðurinn fyrir þig. Hér finnurðu endalausar strendur með geggjuðum öldum svo gríptu brimbrettið og skelltu þér í sjóinn! Ef þú ert ekki vanur surfari er nóg af leiðbeinendum  á staðnum sem geta kennt þér. Ef þú vilt kafa er nóg af frábærum stöðum t.d. Paihia og Bay of Islands en það eru einnig fullkomnir staðir til að sigla og fara á kayak. Það er einnig nóg að gera á þurru landi! Allir fallegu þjóðgarðar eyjunnar bjóða upp á magnaðar gönguleiðir – þú getur valið á milli 2 klst gangna til gönguferða sem taka 2 - 3 daga. Ef þig langar að gera eitthvað villtara geturðu t.d. hennt þér niður af Sky Tower í Auckland í teygju um kvöld með útsýni yfir upplýsta borgina. En það eru auðvitað mun fleiri staðir til að prófa teygjustökk á Norðureynni.

Annar möguleiki, ögn menningarlegri, er að heimsækja Taupo þar sem þú færð einstaka innsýn í Maori menninguna, en Maori eru frumbyggjar Nýja Sjálands sem koma frá Pólýnesíu.  Svæðið er sannkallaður menningar- fjársjóður og á kvöldin geturðu farið á sýningar með dansi, nóg af mat og stríðsöskrum.

Auckland og Wellington: verslun og næturlíf

Í Auckland er mikið úrval stórra verslana og verslunarmiðstöðva. Í höfuðborginni Wellington er meira um „hipp og kúl“ verslanir en í báðum borgunum finnurðu mikið úrval frábærra veitingastaða, kaffihúsa og næturklúbba.

Nýsjálensk matargerð er blanda af evrópskum, asískum og pólýnesískum hráefnum og áhrifum og það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Kjötið er svo alveg sér kafli út af fyrir sig: safaríkar og stórar steikur, mjúkt lambakjöt (en Nýja Sjáland á það sameiginlegt með Íslandi að þar eru fleiri kindur en fólk) og frábær ferskur fiskur. Nýsjálensk vín eru virkilega góð og það er bjór landsins líka, svo eru verðin ágæt miðað við hérna heima.

Hafa samband