Nýja Sjáland

Náttúrundrið - Nýja Sjáland
 

Nýja-Sjáland - Land náttúruunnenda og adrenalíns fíkla

Ferð til Nýja-Sjálands mun gefa þér stórkostlegar náttúruupplifanir ásamt fullt af spennu. Finndu hjartað hamast í teygjustökki, flúðasiglingu eða jöklaferð. Náttúran er stórbrotin og þú munt fljótt heillast af þessu fallega landi. Bókaðu ferð með KILROY og upplifðu þetta allt!

Ef þú ert mikill náttúruunnandi geturðu valið úr mörgu. Norðureyjan býður uppá fjölmarga jökla og þú getur einnig kynnst upprunalegri Maori menningu. Farðu í bátsferð um Milford Sound, sem er fjörður í suðvesturhluta landsins, skoðaðu klettana sem umkringja fjörðinn því margir hverjir líkjast einhverjum dulrænum verum. Mundu eftir regnhlífinni því svæðið er þekkt fyrir að vera bæði votasta svæði Nýja Sjálands og í heimi. Fleiri náttúruupplifanir hér eru falleg eldfjöll, eyjar og þjóðgarðar - og svo er hér nóg af göngusvæðum og tjaldsvæðum.

Mögnuð náttúra á Nýja Sjálandi - KILROY

Kynnstu heimamönnum

Toppurinn er að kynnast "the Kiwis" (heimamönnum). Hittu kiwis og drekktu með þeim "pint" á pöbbi, horfðu á fótboltaleik og njóttu gestrisni þeirra og skemmtilega húmors. Það getur verið erfitt að skilja sterku mállýskuna og slangrið sem þeir nota - óspart. Kiwis elska að gera grín að Áströlum. Ef þú þekkir aussie-brandara þá muntu fljótt vera tekinn inn í hópinn: "Hversu marga Ástrala þarf til að ..." osfrv.

Gisting í Nýja-Sjálandi

Nóg er um tjaldsvæðin ef þú vilt tjalda og spennandi möguleiki er að tjalda í þjóðgörðum landsins sem Nýsjálendingar eru ríkir af. Við mælum með "Base Backpackers" ef þú vilt ekki negla niður gistinætur áður en þú leggur af stað. Þú kaupir 5 eða 10 miða passa í tveggja manna herbergi eða svefnsal áður en þú leggur af stað í ferðina en ræður dögunum sjálfur. Þessa passa er hægt að nota í flestum farfuglaheimilum um allt Nýja Sjáland.

Myndir þú þora? - Fallhlífarstökk með KILROY

Að ferðast um Nýja Sjáland

Það er þægilegt og einfalt að leigja CamperVan og vera þannig þinn eiginn herra. Það getur þér aukið frelsi til að upplifa landið og kanna náttúruna af sjálfsdáðum. Ef þú vilt ekki keyra sjálfur þá geturðu keypt rútupassa með Kiwi Experience - fullkomin leið fyrir bakpokaferðamenn að komast á milli staða og auk þess veitir það þér frelsi að hoppa inn og úr rútunni þar sem þér þóknast. Rúturnar bjóða uppá leiðsögn á meðan á ferð stendur og elska leiðsögumennirnir að segja frá landinu auk þess að vera liðlegir að segja þér frá góðri gistingu. Rútan stoppar á mörgum athyglisverðum stöðum eins og við eldfjöll, jökla, fallegar strendur, regnskóga, Maori svæði. Við mælum með að þú takir stóran ferð um Nýja Sjáland því það væri skömm að missa af einhverju hér, eftir að hafa ferðast hálfa leið um hnöttinn!

Dreymir þig um að ferðast til Nýja Sjálands?
Hafðu samband!

Hafa samband