Rotorua

Rotorua er þekkt fyrir Maori kúltúrinn og hversvæðið í kring
 

Rotorua - Teygjustökk og hverir

Rotorua er staðsett miðsvæðis á norðureyju Nýja-Sjálands. Frá Auckland er um þriggja tíma ökuferð til suð-austurs. Rotorua er fullkominn helgarferðarstaður eða áfangastaður í ferð þinni um Nýja-Sjáland.

Þú gætir haldið að þú værir á röngum stað þegar þú ferðast alla leið til Rotorua á norðureyju Nýja-Sjálands og finnur aðeins lítið, venjulegt sveitaþorp. En útlitið getur blekkt, því það er það sem er neðanjarðar sem er aðalaðdráttaraflið í Rotorua.

Afþreying í Routorua

Routorua er þekkt svæði á Norðueyjunni vegna ýmiskonar vals í afþreyingu. Hér er hægt að fara í teygjustökk, villast í völundarhúsi, dýragarð og margt fleira. Þér á allavega ekki eftir að leiðast. 

Rotorua er eitt af virkustu jarðhitasvæðum Nýja-Sjálands. Brennisteinslyktin er það fyrsta sem þú tekur eftir þegar þú kemur inn í bæinn og á hótelunum eru fjölmörg tækifæri til að fara í heita potta eða synda í sundlaugum með heitu vatni úr neðanjarðaruppsprettum.

Stærsti goshver í Nýja-Sjálandi

Rétt sunnan við Rotorua er stórt hverasvæði þar sem þú sérð goshveri, leirhveri og gufu. Gættu þess að fara ekki út af stígnum því jarðvegurinn er hættulegur og margir staðir eru sjóðheitir.

Upprunalegir íbúar Nýja-Sjálands, Maorí frumbyggjarnir, hafa líka aðdráttarafl fyrir Rotorua svæðið. Meira en einn þriðji íbúa hér eru Maorí frumbyggjar og þú þarft að vanda þig þegar þú berð fram götuheiti. Hvernig er þetta: „Whakarewarewa“? Maorí fólki hefur búið á þessu svæði í 500 ár og hér finnur þú menningarmiðstöð þar sem þú getur fræðst um frumbyggjamenningu Nýja-Sjálands.

Whakarewarewa stendur líka á jarðvirknisvæði og þar er Pohutu, stærsti goshveri Nýja-Sjálands.

Ef þú vilt kynnast kindinni Dolly ættir þú að fara að skoða Agrodome, þar sem er fjölskyldusýning með kindinni. Þú trúir því kannski ekki en Agrodome sýningin er eitt vinsælasta aðdráttarafl Nýja-Sjálands. 

Hafa samband