Taupo

Lake Taupo og eldfjöll
 

Taupo - Lake Taupo og Tongariro þjóðgarðurinn

Borgin Taupo er staðsett á bökkum Taupo vatns á norðureyju Nýja-Sjálands. Taupo er upphafsstaður ferðar þinnar um Tongariro þjóðgarðinn.

Taupo er staðsett á norðurbakka Taupo vatns sem er á miðri norðureyjar Nýja-Sjálands. Íbúar borgarinnar eru um 23.000.

Lake Taupo og Tongariro þjóðgarðurinn

Ástæðan fyrir þess að Taupo er áhugaverður áfangastaður fyrir ferðamenn er fyrst og fremst vegna nálægðar borgarinnar við Tongario þjóðgarðinn. Frá borginni getur þú notið útsýnisins yfir Taupo vatn og þú sérð falleg fjöll í fjarska.  

Taupo er lífleg á sumrin, í desember-febrúar, því þá koma fjölmargir ferðamenn og bakpokaferðalangar til borgarinnar að heimsækja þjóðgarðinn. Garðurinn sjálfur er staðsettur við suðurhlið Taupo vatns.

Eldfjallavirkni

Tongariro þjóðgarðurinn er frægur fyrir eldfjallavirkni sína en þar er líka möguleiki til skíðaiðkunar. Margir bakpokaferðalangar velja sér gönguferðir í garðinum sem er einn sá vinsælasti í Nýja-Sjálandi.

Þegar þú kemur til Taupo og skoðar Tongariro þjóðgarðinn ættir þú að hafa í huga hina miklu eldfjalla- og jarðhitavirkni sem er á þessum slóðum. Síðasta stóra eldgos var árið 1996.

Margt í boði í Taupo

Í Taupo er ýmislegt í boði fyrir ferðamenn og bakpokaferðalanga sem heimsækja Taupo svæðið. Þar eru frábærir útivistarmöguleikar, til dæmis köfun, gönguferðir, siglingar á spíttbátum, skíðaiðkun, hjólreiðar, svifflug og margir fleiri áhugaverðir kostir. 

 

Hafa samband