Wellington

Wellington, höfnin og útsýni yfir borgina.
 

Wellington - mest töff borg Nýja-Sjálands

Wellington er höfuðborg Nýja-Sjálands og þar til fyrir nokkrum árum síðan var borgin frekar óspennandi og bauð ferðamönnum ekki upp á neitt frábært. Nú hefur margt breyst og ef þú ferðast til Wellington verður upplifun þín af höfuðborginni talsvert betri. Hún er algjörlega heimsóknarinnar virði.

Wellington, eða „Te Upoko o te Ika a Maui“ eins og borgin nefnist á Maorí fornmáli, hefur breyst mikið á undanförnum árum. Í marga áratugi var Wellington óspennandi borg sem ferðamenn nýttu einungis sem viðkomustað á leið sinni frá norðureyju Nýja-Sjálands til suðureyjunnar. Í dag hefur þetta breyst og Wellington hefur öðlast meira aðdráttarafl fyrir ferðamenn.

Te Papa – Þjóðminjasafnið

Þjóðminjasafnið er það sem er mest spennandi að skoða í Wellington. Safnið heitir Te Papa og er heimsfrægt fyrir gagnvirkar sýningar og það hvernig saga og menning Nýja-Sjálands er kynnt fyrir safngestum á þann hátt að þeir fái að taka þátt.

Höfnin í Wellington

Á hafnarsvæðinu í kringum Queens Wharf hefur vöruhúsum verið breytt í kaffihús. Þar er líka boðið upp á ýmsa skemmtun fyrir þá sem vilja leika sér og auðvitað menningarupplifun.

Grasagarður í Wellington

Ef þú þarft að taka þér frí frá iðandi borgarlífinu er frábært að fara og skoða grasagarðinn í Wellington og njóta útsýnis yfir borgina og höfnina.

Jarðskjálftar og Wellington

Það er ekkert leyndarmál að Wellington er staðsett á mótum tveggja skjálftasvæða og borgin er því viðkvæm fyrir jarðskjálftum og hristingum. Vegna hættunnar á jarðskjálftum eru allar nýrri byggingar í borginni styrktar og skjálftavarðar.

Hafa samband