Chicago

Höfnin í miðbæ Chicago
 

Chicago – Hrífandi, hrá nútímaborg

Chicago, þriðja stærsta borg Bandaríkjanna, er skrítin og yndisleg blanda af gömlu og nýju, gráskölum og litadýrð og ekki síst af hráu, slitnu og tímalausu til mótvægis við splunku nýtt og skínandi fínt. Chicago er án undantekninga hrífandi og heillandi.

Kvikmyndasena – og fullt af tónlist

Það sem setur kanski einna helst svip sinn á Chicago er stöðug nærvera “The L” - sem er einstakt lestarkerfi borgarinnar. “L-ið” líkist nefnilega ekki neðanjarðarlestarkerfunum sem finna má í mörgum borgum Ameríku – hér í Chicago er sérstök upphækkuð lest sem kallast “the Loop” eða “Lykkjan”, sem gefur staðnum ákveðið andrúmsloft. Lestirnar skrölta sífellt framhjá yfir höfðinu á manni og minna mann á fjöldann allan af myndum sem maður hefur séð þær í.

Kíktu við á einhverja af blús- og djassklúbbum Chicaco. Þessir kósí og yndislegu staðir hafa gegnum árin verið vettvangur “Chicago Blús” og “Chicago Jazz” hreyfinganna frægu og jafnvel fyrir þá sem hafa ekki áhuga á tónlistinni sem slíkri eru staðirnir vel heimsóknarinnar virði til að upplifa andrúmsloftið þar. Þetta er hljóðið í Chicago, einni merkustu borg Bandaríkjanna. Hér hafa aðrar tónlistarstefnur einnig blómstrað og má heyra þær í börum og næturklúbbum borgarinnar: soul, gospel og meira að segja house tónlist, sem skaut fyrst rótum í Chicago seint á níunda áratugnum. Upp á síðkastið – og sérstaklega mjög nýlega – hefur Indie rokk náð miklum árangri í borginni. Nokkrar stærstu indie tónlistarhátíðirnar eiga sér stað í Chicago á ári hverju, t.d. Lollapalooza og Pitchfork Music Festival hátíðirnar.

“Gangster” fílingur og yfirþyrmandi arkitektúr

Við jazz tilfinningu Chicago bætist önnur söguleg arfleifð borgarinnar: leifarnar frá “gangster” tímabilinu. Þær eru kanski svolítið niðurnýttar frá því á bannárunum, en það er ekki erfitt að sjá fyrir sér einstakt andrúmsloft vindlareyks, mjúkra hatta og svartra samninga sem áttu sér stað á gullárum gangsterana á þriðja og fjórða áratugnum.

Á sama tíma er Chicago nútímaleg og nýtískuleg borg með björtum, áhrifamiklum arkitektúr: tröllháir skýjaklúfarnir eru jafn háir og þeir eru fallegir, afleiðing skýjaklúfatímabilsins  (já, það var líka skýjaklúfatímabil þar) seint á 19 öld. Reyndar vill svo til að borgin er ein sú hæsta í heimi með einn mikilfenglegan skýjakljúf á fætur öðrum (sem þú getur skoðað í fróðlegum og frábærum siglingartúrum á Chicago ánni). Til viðbótar státar borgin einnig af fallegum kirkjum og frábærum söfnum, að ógleymdri nýstárlegri byggingarlistinni. Þar að auki eru almenningsgarðar borgarinnar í hæsta gæðaflokki, þ.á.m. Grant Park og Millenium Park, sem einnig bjóða upp á nýtískulega og athyglisverða byggingarlist. Í þessum görðum má finna frábært mannlíf og stórborgarandrúmsloft með útsýni yfir borgina.

Verslunarsvæði og hafgolan

Mannlífið má einnig finna á hinni frægu verslunargötu “the Magnificent Mile” (“hin Mikilfenglega Míla”) í miðbæ Chicago eða á Navy Pier bryggjunni þar sem finna má marga góða veitingastaði, leikhús, söfn og glæsilegt parísarhjól á strönd Michigan-vatnsins, sem setur svip sinn á þennann bæjarhluta meira en allt annað.

Já, Chicago liggur á undursamlega fallegum stað við vatnið. Hið feikistóra Lake Michigan gefur borginni ekki bara fallegan brag, heldur setur það einnig mjög náttúrulegan svip á hana. Vindarnir af vatninu eru mjög kaldir á veturna, og veturnir eru almennt frekar kaldir á þessum slóðum. Til viðbótar við Michigan vatnið sér maður líka Chicago ána, sem myndar fallegt mótvægi við skýjakljúfana og umferðarþungann.

Hipp og kúl fjölmenning Chicago

Chicago er ekki bara bræðslupottur gamals og nýs, heldur líka allra mögulegra kynþátta og þjóðflokka. Hér eru litrík hverfi ýmissa þjóðarbrota, stórt hlutfall afrísk-ameríkanskra íbúa, hverskyns evrópskra minnihlutahópa og sterk menning samkynhneigðra í sumum litríkari hverfunum. Eitt sérstaklega athyglisvert hverfi er Wicker Park, norð-vestur af “The Loop”, sem hefur upp á síðkastið orðið einn mest töff hluti borgarinnar. Hér finnur þú frábæra veitingastaði, bari og verslanir, sérstaklega þær sem versla með notaða hluti og gamaldags, retró hluti. Þú bara verður að skoða þennann bæjarhluta!

Hafa samband