Hawaii

Aloha!
 

Ferðir til Hawaii - Aloha!

Umhverfið, strendurnar, gilin og útsýnið á þessum sólríku paradísareyjum er þar sem Hawaii0rósirnar blómstra er ólýsanlega fallegt! Þú getur djammað á ströndinni með Lei blómakrans um hálsinn, farið á brimbretti, í fjallgöngu og kafað á hinum ótalmörgu náttúrulegu leikvöllum sem Hawaii hefur upp á að bjóða.

Hawaii er einangraður eyjaklasi lengst úti í Kyrrahafi. Hawaii er fylki í Bandaríkjunum og þar búa um 1,2 milljónir manna. Helstu eyjarnar eru: Kauai, Maui, Molokai, Oahu og Stóra Eyjan - the Big Island. Hawaii eyjarnar urðu til í neðansjávareldgosum fyrir milljónum ára og þar er enn mikil eldvirkni – svipað og á Íslandi. Hér er hæsta eldfjall jarðar, Mauna Kea, sem er 4.205 metra hátt. Á eldfjallinu, í 2.800 metra hæð, getur þú heimsótt Onizuga rannsóknarmiðstöðina, en þar eru nokkrir bestu sjónaukar heims til að skoða himingeiminn og þú getur fengið að prófa þá með eigin augum. Á Hawaii er mikið af innfæddu dýra- og plöntulífi sem finnst hvergi annarsstaðar í heiminum. Það er því nóg að sjá í gönguferð um eyjarnar.

Þú upplifir Pólýnesíu-andrúmsloftið sumsstaðar á Hawaii, en eyjarnar eru heilt yfir mjög Bandaríkja-væddar. Þetta gerir það að verkum að vestrænn lífsstíll er allsráðandi með allri þeirri þjónusta sem því fylgir, sem þýðir að ferðalagið þitt um Hawaii verður eflauast mjög einfalt og þægilegt.

Gallinn við þetta er að verðlag á Hawaii er hátt og þar er mjög mikið af ferðamönnum. Þú getur þó fundið afslappaðar paradísarstrendur með hvítum sandi, umkringdum pálmatrjám og ilmandi hibiscus blómum. Á slíkust stöðum er tilvalið að læra að surfa, borða ferskan ananas og njóta sólsetursins á meðan þú sötrar mai thai kokteil. Hljómar eins og fullkomið frí, ekki satt?

Sólsetur á ströndum Hawaii - dásamlega afslappað frí!

Fyrsta stoppið í Hawaii - Honolulu og Waikiki

Höfuðborg fylkisins, Honolulu, liggur á Oahu. Flestir sem heimsækja Hawaii fljúga hingað en halda svo til hinna eyjanna. Það er meiri stórborgarbragur í Honolulu en annars staðar á Hawaii og hér sérðu skýjakljúa og umferðaröngþveiti. Borgin er samt frekar afslöppuð miðað við aðrar stórborgir Norður Ameríku. Waikiki ströndin er draumur sóldýrkandans og þangað verður þú að kíkja. Það er nóg af tækifærum til að surfa og fara á boogie board við strendur Oahu. Á næturnar er svo mjög líflegt skemmtanalíf á eyjunni. Ef þú vilt sjá sögulegar byggingar og fá þér góðar núðlur skaltu kíkja í Chinatown. Til að versla skaltu fara í Ala Moana Center, verslunarmiðstöðinin uppfyllir væntingar jafnvel þeirra kröfuhörðustu!

Kauai - Ferðir til Hawaii

Kauai

Þetta er fámenn og iðjagræn eyja þar sem James Cook lenti árið 1778. Eyjan er gróskumikil og hægt er að finna margar einangraðar strendur án nokkurra annara ferðamanna. Yfir 70 Hollywood myndir, þ.m.t. Jurassic Park, voru teknar upp hér og það er ekki að ástæðulausu – þetta er alger ævintýraeyja! Þegar þú heimsækir Kauai, ekki gleyma að bragða sérrétt staðarins – bestu Ahi-fiskiborgara heims!

Á Kauai er fleiri en 50 fallegir fossar! Þú vilt ekki missa af hinum risavaxna 'Opaeka'a Fall eða Kipu fossunum, sem eru aðgengilegir fótgangandi. Eitt skrýtið á Kauai eru villtu hænsnin - það er svolítið skuggalegt að rekast á þessa gaura í miðjum frumskógarfossi. En það er svo margt meira að sjá og gera...

Nálægt Kauai er pínkulitla eyjan Niihau, sem er best þekkt fyrir blómstrandi Pólýnesíska menningu.

Það eru æðislegar strendur á Maui - Hawaii

Maui

Á Maui verður þú að heimsækja Haleakala þjóðgarðinn og mikilfenglega eldfjallið í honum. Gígurinn er risastór, hann nær yfir meira en 11 kílómetra! Þetta er rétti staðurinn til að horfa á sólina setjast. Á Maui er líka hægt að fara á brimbretti, í fjallgöngu og synda í fossum. Á veturna er hægt að sjá hnúfubak frá Wailea Beach ströndinni. Maui er minna troðin en t.d. Oahu og er fræg fyrir frábærar surfaðstæður!

Big Island - Hawaii

Á Stóru Eyjunni liggur eitt kraftmesta virka eldfjall heims, Kilauea. Spurðu út í aðstæður áður en þú ferð nálægt þessu tignarlega fjalli. Stóra Eyjan býður upp á fjölbreyttasta landslagið af öllum eyjunum; hér getur þú farið í fjallgöngu í regnskóginum og séð snjó efst á Mauna Kea! Eyjan er einnig sú stærsta í eyjaklasanum. Slappaðu af á Kauna'oa Bay, sem er sláandi falleg strönd. Sjáðu rauðglóandi hraunlæki við eldfjallið Goddes Pele, heimsæktu Ahalanui ströndina og sjáðu heita hveri eða njóttu útsýnisins á Crater Rim Drive. Hér er nóg að gera og auðvelt að týna tímanum!

 

Hanuma Bay - Hawaii

Fjallgöngur í Hawaii

Það er frábært að fara í gönguferðir á Hawaii og mikið úrval fallegra gönguleiða. Hér eru nokkur dæmi:

  • Á Maui getur þú gengið eftir Sliding Sands gönguslóðanum um Haleakala sprengigíginn, þar sem þér býðst að gista yfir nótt í einum af þremur gistiskálum (en þá þarftu að bóka fyrirfram). Frá slóðanum er útsýnið ótrúlegt og þegar þú gengur í gegnum Hosmer's Grove skóginn sérðu margar sjaldgæfar plöntur.
  • Ef þú hefur áhuga á stjörnufræði, þá er Haleakala frægt fyrir stjörnubjartan himininn.
  • Í þjóðgörðunum á Kipahulu svæðinu getur þú fengið þér sundsprett í ferskum fossalónum.
  • Á Kauai má finna marga göngustíga um Waimea gljúfrið. Eitt það besta sem Hawaii hefur uppá að bjóða er útsýnið frá Na Pali ströndin á norðurhluta Kauai.
  • Hinn frægi Kalalau gönguslóði fer meðfram ströndinni frá Ke´e Beach til Kalalau dalsins og á leiðinni sér maður gullfallega Hanakapi´ai ströndina. Gangan er erfið og þeir sem vilja tjalda þurfa að sækja um leyfi, en þetta verður pottþétt ein fallegasta fjallganga lífs þíns!

Eftir rigningatímabilið eru gönguslóðarnir drullugir. Spurðu alltaf heimamenn um aðstæður og farðu varlega – aurskriðurnar geta verið banvænar! 

Litríkir klettar á Na Pali í Hawaii

Að snorkla & kafa í Hawaii

Köfunaraðstæður umhverfis Hawaii þykja framúrskarandi. Þar má finna einstakt sjávarlíf, neðansjávarbergmyndanir eftir eldgos, ótrúlega hraunhella, auk skipsflaka á hafsbotni. Landslagið hér niðri er fallegt og dramatískt og það er hægt að kafa allan ársins hring. Ni'ihau er þekkt köfunarparadís og þar gætir þú séð höfrunga sem synda meðfram bátnum á leið til köfunarstaðanna. Ef þú kafar í miðjum kóralgarði og þá getur þú séð einkennisfisk Hawaii sem heitir því einfalda nafni “Humu humu nuku nuku apuaa”. Það er líka frábært að snorkla í tæru vatni Hawaii og góðar líkur á að sjá skjaldbökur. Prófaðu spennandi Tunnels ströndina á Kauai. Neðansjávar hraunhellarnir þar eru ótrúlegir og þar má sjá hvítugga hákarla. Sýndu alltaf virðingu fyrir veðráttunni og farðu varlega út í vatnið, því stundum eru grýttari strendurnar lúmskt erfiðar.

Það er frábært að surfa í Hawaii

Að surfa í Hawaii

Stærstu og villtustu öldurnar lenda á Hawaii á veturna og þá flykkjast surfkappar frá öllum heiminum á strendur Hawaii. Seglbrettaskilyrðin eru best á sumrin. Það er hægt að fá kennslu á brimbretti hvar sem er á eyjunum. Kanaha Beach, Pa´ia og Hookipa eru bestu surfstaðirnir.

Flottustu strendur Hawaii

Það eru svo margar fallegar strendur á þessum eyjum að við getum ekki valið úr! Best er að spyrja heimamenn um bestu staðina. Passaðu að bera virðingu fyrir vatninu og ekki gleyma að lesa sjávarmerkin: ef það er rauður fáni á ströndinni er ekki viturlegt að synda jafnvel fyrir hæfa sundmenn, því straumarnir og undiraldan eru sterkari en þig grunar.

Að ferðast um Hawaii:

Fljúgðu t.d. frá Los Angeles til Honolulu á Oahu og svo getur þú flogið þaðan yfir á hinar eyjarnar. Það eru líka ferjur á milli eyjanna. Almenningssamgöngur eru takmarkaðar eða einfaldlega ekki til á eyjunum svo það er best að leigja bíl eða hjól til að komast á milli. Á Oahu er ágætt strætókerfi.

Gisting á Hawaii:

Á öllum helstu eyjunum er hægt að finna lúxushótel og hostel, en það er ekki mikið framboð af gistingu og því nauðsynlegt að panta með góðum fyrirvara - sérstaklega yfir háannatímabil og hátíðir.

Hvenær er best að ferðast til Hawaii?

Hitastigið á Hawaii er svipað allt árið um kring, en það rignir mest frá desember til mars. Veðrið getur breyst með stuttum fyrirvara yfir daginn en veðurfarið er almennt ánægjulegt; hlýtt og rakt með þægilegri hafgolu. Vinsælasti ferðamannatíminn er milli desember og febrúar og þá er verðlagið hærra en á vorin og haustin.

Dreymir þig um að heimsækja Hawaii?
Hafðu samband!

 

Hafa samband