Las Vegas

The Strip í Las Vegas að nóttu til
 

Las Vegas - veðmál í eyðimörkinni

Í Las Vegas snýst allt um peninga - segja menn. Þrátt fyrir það getur þú séð gullfallegt landslag og fundið allskonar afþreyingu fyrir útivistarunnendur þegar þú kemur út úr glitrandi pókerlandinu. Bókaðu ferð þína til Las Vegas með KILROY!

Þegar þú horfir á dáleiðandi ljósadýrðina sem er Las Vegas í Bandaríkjunum, heldur þú að þig sé að dreyma! Blikkandi ljósin og hávaðinn í spilakössunum geta verið ruglandi en á sama tíma spennandi þegar þú kemur þangað í fyrsta skipti. Hér er hægt að gera næstum hvað sem þú getur ímyndað þér!

Ævintýraleg ljósadýrðin í Las Vegas

Las Vegas liggur í suð-vesturhluta Nevada eyðimerkurinnar, milli Kaliforníu og Arizona. Þar finnur þú ótrúleg draumaspilavíti, skemmtun fyrir hvern sem er, listasýningar, söfn og frábæra veitingastaði, töff klúbba þar sem þú getur hangið með frægum plötusnúðum og tónlistarmönnum, stand-up sýningar og svo margt annað! Búðu þig undir yfirþyrmandi borgarupplifun.

Það er hægt að upplifa Las Vegas á marga mismunandi vegu. Þú getur upplifað kampavíns-þotuliðs-lífsstílinn í súper-löngum limmósínum og notið smekklegra kabarettsýninga eða skoðað landslagið um kring sem er frábært fyrir útivistarfólk.

The Strip 

The Strip er aðalgatan í Vegas, með risastórum blikkandi neonskiltum og flottustu spilavítis-hótelunum. Þar finnur þú gosbrunna úti um allt og meira að segja getur þú séð gerfi-eldfjall gjósa. Skoðaðu Mirage Casino hótelið og framandi regnskógargarðinn sem er þar. Þá er finnur þú einnig þar Adventuredome skemmtigarðinn og Flamingo Wildlife Habitat dýragarðinn. Ekki láta það framhjá þér fara!

Farðu í göngu niður The Strip - Las Vegas

Stratosphere tower casino hotel á The Strip er einn stór skemmtigarður þar sem þú getur eytt mörgum klukkutímum. Njóttu útsýnisins eða fáðu þér kvöldmat á veitingastað sem snýst. Viltu upplifa þyngdaraflið? Prófaðu þá Insanity vélina, hún snýr þér hring eftir hring, lengst uppi í loftinu, þar til þú öskrar!

Fyrir safnaunnendur hefur Vegas upp á mikið að bjóða: t.d. sagnfræðilega King Tut safnið og vaxmyndarsafn Madame Tussauds, en þau standa bæði við The Strip.

Ekki missa af Fremont Street Experience götuupplifunin – ótrúleg ljósasýning á stærsta sýningarskjá jarðarinnar. Þúsundir LED lampa skapa töfrandi senur - það er eitthvað sem höfðar til allra! Og það skrýtnasta við upplifunina er að hún er ókeypis!

Það eru sýningar í spilavítunum á hverjum degi. Ef þú vilt sjá undraverðan grænbláan skipaskurð í miðri verslunarmiðstöð, stoppaðu þá við á Venetian casino hótelinul. Þú getur meira að segja farið í gondólasiglingu um skurðinn ef þú þreytist á að versla eða gambla. 

Ekki missa af tækifærinu til að fara upp í Eiffel turninn í Las Vegas!

París hvað? - Las Vegas

Hvað á ég að gera og sjá umhverfis Las Vegas?

Það er fullt að gera á svæðinu umhverfis Vegas. Um 80 km norð-vestur af Vegas er Humboldt-Toiyabe skógurinn þar sem Lee Canyon skíðasvæðið liggur, en þar getur þú leikið í snjónum bara steinsnar frá eyðimörkinni – það er súrrealískt! Um 40 km vestur af Vegas er Red Rock Canyon friðlandið með frábærum gönguleiðum og gullfallegu landslagi sem einkennist af sandsteini. Klettaklifrarar elska garðinn og það er leyfilegt að tjalda hvar sem er á friðlandinu.

Um 50 km austur af Las Vegas liggur Lake Mead. Þar er tilvalið að kafa, fara á sjóskíði eða liggja í sólbaði á einni af sandströndunum umhverfis vatnið.

Það er skylda að sjá Grand Canyon, einnig þekkt sem Miklagljúfur. Ef þú vilt upplifa lúxusinn getur þú farið í þyrluferð yfir gljúfrið frá Las Vegas.

Golfurum mun ekki leiðast í Vegas því það eru tugir golfvalla í Las Vegas dalnum. Djammarar skemmta sér vel því borgin sefur aldrei!

Skemmtilegt næturlíf - Las Vegas

Hvenær er best að fara?

Rólegasti tíminn er frá nóvember og fram í febrúar. Ef þú vilt komast á djammið, farðu yfir þakkargjörðarhátíðina eða yfir gamlárskvöld. Yfir sumarið er heitast og sveittast.

Í apríl gefst þér færi á að sjá heimsmeistaramótið í póker. Það er haldið í Binion's Horseshoe casino spilavítinu.

Hvernig er best að ferðast um?

Miðbærinn er þétt byggður og auðvelt að rata um hann, en vegalengdirnar eru lengri en þær virðast, svo það er best að passa að maður hafi nógan tíma til að labba um og sjá allt það flottasta. Þú getur notað sporvagna, strætó, leigubíla og “skutluþjónustu” (shuttle service). Ef þú ætlar út úr borginni er góð hugmynd að leigja bíl.

Þú getur ferðast til Las Vegas með Greyhound rútu frá helstu stórborgum um kring. Það er líka flugvöllur í borginni, McCarran International Airport. Margir af ævintýraleiðöngrum KILROY stoppa í Las Vegas og á stöðunum um kring!

Ferðaráð KILROY:

Sum spilavítin bjóða upp á ókeypis námskeið í fjárhættuspilum. Það er þess virði að prófa. Einnig ef þig langar í virkilega rómantískt kvöld, farðu upp í Stratosphere turninn og drekktu kokteil í rómantíska Top of the World veitingastaðnum sem snýst, á 107. hæð.

Langar þig til Las Vegas?
Hafðu samband!

Hafa samband