Orlando

Það er draumur margra að heimsækja Wizarding World of Harry Potter í Orlando
 

Ferðir til Orlando - Skemmtigarðar og rússíbanar

Orlando er paradís þegar kemur að skemmtigörðum. Ef þú elskar rússíbana, hringekjur, sýningar og skemmtanir er þetta rétti staðurinn fyrir þig. Um 52 milljónir ferðamanna koma á svæðið á hverju ári og Orlando er í öðru sæti þegar kemur að fjölda hótelherbergja í Bandaríkjunum, á eftir Las Vegas. Hafðu þó á bakvið eyrað að á meðan þú ert að skemmta þér ótrúlega vel í fríinu, þá gætu ferðapeningarnir þínir verið að klárast mjög hratt.

Ef Walt Disney, Universal Studios, SeaWorld og Islands of Adventure væru ekki til staðar væri Orlando líklegast bara enn önnur róleg og leiðinleg borg í miðju Flórídafylki. En Orlando er hins vegar eitt stærsta aðdráttarafl Bandaríkjanna, þökk sé öllum þessum fjölbreyttu skemmtigörðum. Borgin býður þó upp á meira en skemmtigarða, en það er t.d. verið að gera upp allan miðbæinn og bæta við verslunarmiðstöðvum, háhýsum og sýningarsölum.

Disney World Orlando

Disney World í Orlando

Disney batteríið er án nokkurs vafa stærsta aðdráttarafl borgarinnar, enda nær það yfir fjóra mismunandi skemmtigarða. Disney Magic Kingdom er stóri, hefðbundni Disneygarðurinn, the Epcot Center er blanda af skemmtun og fræðslu, Disney-MGM Studios er spennandi fyrir kvikmyndaunnendur og nýja Disney Animal Kingdom er blanda af skemmtigarði og dýragarði.

Universal Studios

Universal rekur tvo stóra skemmtigarða. Universal Studios er stóri kvikmyndaskemmtigarðurinn en Island of Adventures er fyrir alla sem elska adrenalínskot og fá ekki nóg af hraða og mikilli hæð. Garðurinn er stútfullur af rússíbönum, hringekjum  og öðrum skemmtitækjum.

SeaWorld Orlando

SeaWorld er fjölskyldumiðaðri garður og líkari Disney Magic Kingdom, en þar má sjá æðislegar höfrunga- og hvalasýningar og fullt af öðrum spennandi hlutum. SeaWorld býður upp á eitthvað fyrir alla aldurshópa og gosbrunnarnir munu hrífa þig.

Kennedy Space Center

Þegar hjartað er aftur farið að slá eðlilega eftir allar rússíbanaferðirnar og sýningar er kominn tími fyrir lærdómsríka og upplýsandi ferð í Kennedy Space Center. Miðstöðin er staðsett í um klst fjarlægð frá Orlando og þar er hægt að fræðast um NASA og starfsemina sem þarna fer fram. NASA sendir enn stöku sinnum geimför frá Kennedy geimstöðinni. Þar er hægt að læra um geiminn og afrek og árangur Bandaríkjanna þegar kemur að geimferðum.

Kennedy Space Center

Þú þarft bæði mikinn tíma og pening til þess að skoða alla þessa garða. Aðgangseyrir er hár og þú eyðir að minnsta kosti heilum degi í hverjum garði. Þú þarft líka að gera ráð fyrir því að kaupa mat og drykk fyrir heilan dag...og það kostar sitt! Gættu þess að mæta snemma morguns þegar garðurinn opnar og þá sleppur þú við að eyða deginum í biðröð.

Veðurfar í Orlando

Í Orlando er hlýtt og rakt hitabeltisloftslag og þar eru tvær meginárstíðir. Frá byrjun júní til lok september er hlýtt og rigningasamt (skarast aðeins á við fellibyljatímabil Atlantshafsins). Þurrkatímabilið nær svo frá október til maí en þá er aðeins hóflegri hiti og það rignir sjaldnar.

KILROY mælir með

Leigðu bíl! Það er svo gott að hafa sinn eiginn bíl og þú nærð að skoða meira en bara skemmtigarðana! Farðu þangað sem þú vilt, þegar þú vilt. Annars bjóða öll stærri hótel og gistiheimili upp á rútuferðir í helstu skemmtigarða og ferðamannastaði.

 

Hafa samband