Yellowstone þjóðgarðurinn

Blá hola í Yellowstone þjóðgarðinum
 

Yellowstone þjóðgarðurinn – Náttúran uppá sitt besta

Hér búa birnir, vísundar og úlfar. Þrumandi fossar, snævi þaktir fjallatindar og endalausir furuskógar. Yellowstone National Park Þjóðgarðurinn í Klettafjöllum Bandaríkjunum býður upp á allskonar villtar upplifanir – bæði fyrir náttúruunnendur, sagnfræðiáhugamenn og ævintýrafólk. Bókaðu ferð til Yellowstone þjóðgarðsins með KILROY.

Þetta einstaka náttúrufriðland liggur í Wyoming fylki í Bandaríkjunum og yfir í Idaho og Montana. þjóðgarðurinn var stofnaður árið 1872 og var þá sá fyrsti í sögunni, en í dag er hann frægur um allan heim fyrir einstaka náttúrufegurðina. Til dæmis má hér sjá meira en 322 fuglategundir og 300 hveri, því garðurinn liggur á háhitasvæði.

Grand Loop Vegurinn

Í Yellowstone þjóðgarðurinn liggur 228 km langur vegur í aflangri lykkju. Eftir honum er hægt að keyra í rólegheitum gegnum garðinn endilangan, sem er einmitt það sem flestir af 2-3 milljón árlegum gestunum velja að gera.

Það er auðvelt að finna fullt af tjaldstæðum og lautarferðarstöðum svo það er auðvelt að taka það rólega og slappa af einhversstaðar. Ef þig langar í aðeins meiri spennu getur þú farið í gönguferð eftir fallegum gönguslóðum og heimsótt einn af fallegum hverunum. Ef þig langar að skoða dýralífið getur þú tekið þátt í gönguhóp undir leiðsögn reyndra þjóðgarðsvarða. Þar að auki er fullt af tækifærum til að stunda fiskveiðar og komast á skíði í Yellowstone garðinum. 

Skógarbirnir í ljósaskiptunum

Eitt það mest aðlaðandi við Yellowstone er ótrúlega ríkt dýralífið. Ekki síst birnirnir. Yellowstone er eitt af fáum svæðum suður af Kanada þar sem enn búa grizzly-birnir í stórum stíl og ef heppnin er með gætir þú komið auga á þá eða skógarbirnina sem búa í garðinum. Líkurnar eru mestar í ljósaskiptunum við sólarupprás eða sólsetur.

En passaðu þig að vera í öruggri fjarlægð frá þeim – birnirnir geta vegið upp í 400 kg(!) - og þeim finnst ekki gaman að vera truflaðir.

Annarsstaðar í garðinum má sjá hreindýr, rauð hreindýr, antilópur og ekki síst risavaxna vísunda, sem ferðast oft meðfram vegunum á svæðum þar sem landslagið er erfitt yfirferðar.

Uppgötvaðu Miklagljúfur Yellowstone

Ef þig langar að finna fyrir krafti náttúruaflanna, þá eru fjölmargir valmöguleikar. Einn fallegasti staðurinn í garðinum er 23 km langt gljúfur, “Grand Canyon”, (ekki það Grand Canyon) sem er með gula steina í botninum, en það er þaðan sem garðurinn fær nafn sitt. Þar að auki eru meira en 290 fossar í gilinu, auk Yellowstone árinnar, svo þar er margt fallegt á að líta.

Goshverinn Old Faitful

Í ferðinni þinni um Yellowstone getur þú alltaf farið í ferð og séð einn af mörgum hverum og goshverum garðsins. Einn vinsælasti staðurinn er Old Faithful eða “Gamli-Tryggur” sem er umkringdur rjúkandi heitri leðju. Þessi risastóri hver gýs á 30-90 mínútna fresti.

Fáðu sem mest út úr Yellowstone þjóðgarðinum

Ef þú ætlar að skipuleggja ferð um Yellowstone, byrjaðu á vefsíðu þjóðgarðsins. Hér færð þú meðal annars gott yfirlit yfir mismunandi gistiaðstöðu – hér má velja á milli hótela, gistiskála og tjaldstæða. Passaðu að bóka vel fram í tímann – Yellowstone er mjög vinsæll staður.

Hafa samband