Ilha Grande

Dreymir þig um að heimsækja Ilha Grande?
 

Ferðir til Ilha Grande - friðsæl paradís

Ilha Grande er ein af stærstu eyjum Brasilíu og fullkominn staður til að slappa af á rólegum, friðsælum ströndum. Það er engu líkt að sitja á ströndinni og njóta fallegs sólarlags eða töfrandi sólarupprásar! Bættu spennu í ferðina með því að fara í skoðunarferð um þéttvaxið skóglendi eyjarinnar!

Ilha Grande er ein af stærstu eyjum Brasilíu. Það eru bara nokkur lítil þorp á þessari grænu paradísareyju og íbúarnir eru fáir. Þú munt hvorki sjá bíl né banka á eyjunni. Búðu þig undir einangrun frá umheiminum á meðan þú slappar af í hengirúmi á ströndinni og sýpur á besta caipriñha kokteil sem þú hefur nokkurn tímann smakkað!

Ilha Grande - fallegar strendur og tær sjór

Slappaðu af á ströndinni á Ilha Grande

Báturinn þinn kemur að höfn í Vila do Abraão sem er eitt af nokkrum litlum þorpum á eyjunni. Þaðan getur þú auðveldlega gengið að fleiri en 100 fallegum og friðsælum ströndum á einungis nokkrum klukkutímum. Við mælum sérstaklega með Lopes Mendes og Dois Rios ströndunum.

Ilha Grande fyrir útivistarfólk

Það er margt hægt að gera á eyjunni annað en að sleikja sólina. Þú getur farið í gönguferðir í þéttvöxnu skóglendinu eða gengið upp á hæsta tind eyjarinnar, Bico do Papagaio sem nær næstum 1.000 metra hæð. Hægt er að leigja kajak, brimbretti eða sigla um og skoða einhverja af hinum 360 eyjum sem eru í næsta nágrenni. Það er líka frábært að snorkla eða kafa á Ilha Grande, sjávarlífið er dásamlega litríkt!

Það er mikið af fallegum gönguleiðum á Ilha Grande

Hvernig er best að komast til Ilha Grande?

Þú kemst til eyjarinnar með bát og ferðin tekur um 1,5 klst. Það er takmarkaður fjöldi ferða á hverjum degi svo þú þarft að vera viss um að það sé ferja sem fer til baka samdægurs eða þá vera búin(n) að bóka gistingu á eyjunni. Rio de Janeiro er aðeins 150 km í burtu og það er auðvelt að taka rútu að ströndinni þaðan sem ferjan fer út í eyjuna. Ilha Grande er því fullkominn staður til að eyða nokkrum dögum (eða jafnvel vikum) fjarri iðandi stórborgarlífinu. Þú getur fengið hagstæða gistingu ef þú ert ekki þarna yfir háannatímann og skoðar nokkur mismunandi hótel.

Í nágrenni Ilha Grande

Þeir sem hafa fengið nóg af því að slappa af á nokkrum bestu ströndum heims þurfa ekki að láta sér leiðast. Þú gætir farið aftur til borgarlífsins í Rio, en við mælum með að þú skoðir fleiri möguleika. Þú getur t.d. gengið upp á Serra dos Órgãos tindana eða heimsótt borgina Petrópolis og kynnt þér sögulega menningu hennar og frábært andrúmsloft á leið þinni til Rio. Svo getur þú fikrað þig í átt að Sao Paulo og heimsótt skemmtilega staði á leiðinni, eins og Paraty.

Langar þig að heimsækja Ilha Grande?
Hafðu samband við okkur!

Hafa samband