Quito

Quito að nóttu til
 

Quito - velkomin til Ecuador

Quito er frábær stökkpallur fyrir ferðir um hinar víðfrægu Galapagos eyjar í Kyrrahafinu þar sem Darwin sigldi eitt sinn um höf og hugsaði upp kenningar sínar. Þaðan er einnig tilvalið að ferðast um græna og gróskumikla regnskóga meginlandsins, en passaðu að taka nokkra daga í að uppgötva þessa ævafornu borg í leiðinni.

Quito er falleg borg í Ekvador sem maður fellur fyrir um leið. Ferðin þangað er mjög sérstök því borgin liggur svo hátt – hún er næst hæst liggjandi borg Suður Ameríku á eftir La Paz í Bólivíu. Gamli bærinn er dýrðlegt völundarhús sem samanstendur af mörgum merkisstöðum frá nýlendutímabilinu og jafnvel þótt öll borgin hafi verði mikið gerð upp hefur sögulegi miðbærinn haldið líflegum verkamanna- og indjánablæ.

Í hinum sögulega miðbæ Quito finnur þú líka sífellt fleiri hótel, veitingastaði, kaffihús, leikhús og næturklúbba. Ef þig langar að prófa eitthvað nýtt, prófaðu sérrétt svæðisins, Qui - öðru nafni naggrís!

Samgöngur í Quito

Það er auðvelt að rata í Quito því eldfjallið Guagua Pichincha er frábært kennileiti. Almenningssamgöngur svæðisins samanstanda af sporvagnakerfi á aðalgötunum, auk hundruða leigubíla og rútuleiða, sem þýða að það er ódýrt og auðvelt að komast á milli. Rútumiðstöðin Terminal Terreste liggur suður af Plaza Santo Domingo torginu, en þaðan getur maður tekið langferðarútu til m.a. Guayaquil, Manta og Esmeraldes, auk alþjóðlegra áfangastaða eins og Lima (Perú) og Bogota (Kólumbíu). Passaðu bara að rútustöðin er ekki mjög örugg og þú þarft að fylgjast vel með eigunum þínum.

Veðurfar í Quito

Ef þú heldur að hér sé hlýtt af því að landið liggur við miðbaug, hugsaðu þig tvisvar um áður en þú kemur í heimsókn! Borgin liggur í 2850 metra hæð yfir sjávarmáli og veðurfarinu er oft líkt við vorveður Norður Evrópu – um 13°C og regn síðdegis frá október og fram í maí.

Verðlag

Verðlagið er lágt og þú getur sloppið með 2-15 dollara á dag fyrir gistingu og 1-9 dollara fyrir mat. Ódýrt, ekki satt?

Hafa samband