Cook Islands

Cooks islands - Pálmatré
 

Cooks-eyjar - Einangruð paradís

Þegar þú ferð til Cooks – eyja er það eins og að koma til eyðieyja langt í burtu frá öllu öðru. Á þessum 15 eyjum finnur þú fjöll, frumskóga og hvítan sand. Iðkaðu vatnasport í tærum, túrkísbláum sjónum eða liggðu í hengirúmi undir pálmatrjánum. Það er betra að hafa dagskrána ekki of stífa heldur njóta augnabliksins í þessari paradís á jörðu! KILROY hjálpar þér að gera þessa draumaferð að alvöru ævintýri.

Cooks – eyjar eru undir stjórn Nýja-Sjálands og mynda eyjaklasa í miðju Kyrrahafi. Þegar þú slappar af á þessum draumaeyjum líður þér eins og þú hafir loksins getað einangrað þig frá restinni af heiminum. Farðu að snorkla eða kafa í tæru vatninu eða njóttu framandi umhverfisins af hestbaki. Fáðu þér göngu í náttúrufegurðinni og gakktu upp á Raemaru fjall. Fáðu þér „ika mata“ ef þig langar í veislumat.Þetta er bragðgóður hrár túnfiskur með kókosmjólk og niðurskornu grænmeti.

Einstök náttúra á Cooks - eyjum

Þú munt taka eftir því að Cooks-eyjar eru um margt líkar annarri hitabeltisparadís, Hawaii. Eyjaklasarnir tveir eru staðsettir á sömu lengdargráðu og á báðum stöðum getur þú heyrt hljómfagra ukulele tónlist. Það sem þessir tveir áfangastaðir eiga þó helst sameiginlegt er dásamleg náttúrufegurð og hvað þeir eru tilvaldir fyrir frí.

Rarotonga

Stærsta og mesta eyjan hér er Rarotonga en hún er einskonar höfuðborg eyjanna. Þar er hægt að finna bæði skemmtanir og veitingastaði. Þar er líka bankaþjónusta. Skoðaðu hina heillandi Maorí menningu og taktu sérstaklega eftir dansi innfæddra. Prófaðu að gera eins og íbúar borgarinnar; vaknaðu snemma á sunnudagsmorgni og farðu að hlusta á fallegan „a capella“ söng í kirkjunum sem eru smekkfullar. Þegar kvölda tekur má oftast finna innfædda við hafið þar sem þeir skemmta sér við að horfa á flugvélar lenda. Ódýr skemmtun!

Sólarlagið á Cooks eyjum - KILROY

Aitutaki

Næst stærsta eyjan, Aitutaki, hefur enn ekki orðið fyrir barðinu á ferðamannaöldunni þrátt fyrir að helsti iðnaður eyjarinnar sé ferðamennska. Á eynni getur þú fundið risavaxin tré og elstu kirkju Cooks-eyja. Það er dásamlegt túrkísblátt lón í miðju eyjarinnar en þetta er aðaláfangastaður hennar. Á lóninu miðju er lítil eyja, Tapuetai, en þaðan er besta útsýnið yfir nágrennið. Í Aitutaki eru gistimöguleikar á breiðu verðbili, allt frá ódýru og upp í lúxus.

Að komast á milli staða

Öll alþjóðleg flug lenda á alþjóðaflugvelli Rarotonga. Ef þú vilt ferðast á milli eyjanna er auðveldast að fljúga með flugfélaginu Air Rarotonga, en þetta er eina innlenda flugfélagið. Daglega er flogið til Aitutaki og því er auðveldast að komast þangað. Ef þú vilt skoða Rarotonga eyju er gott að leigja vélhjól en það er auðvelt að leigja þau og þau fást víða.

Skemmtilegir markaðir á Cooks eyjum - KILROY

Ferðaráð KILROY

Athugaðu að þegar þú ferð frá eyjunum er brottfarargjald upp á 55 NZD. Þú þarft að bóka gistinguna fyrirfram því annars gæti ferðin þín endað á flugvellinum áður en hún byrjaði nokkurn tímann. Þú ættir frekar að berjast við heimþrána heldur en að hringja of mikið því það kostar helling að hringja til útlanda. Spyrðu okkur hjá KILROY um fleiri ferðaráð, flug, hótel á viðráðanlegu verði og fleira. 

Langar þig að heimsækja Cooks - eyjar
Hafðu samband!

Hafa samband