San Diego

Í San Diego eru fallegar strendur
 

San Diego - litla Mexíkó

San Diego er staðsett nálægt landamærum Mexíkó og þar finnur þú því skemmtilega blöndu af bandarískum og mexíkóskum áhrifum. Ef þú ferðast til San Diego kemur þú í opna borg með grænum görðum og tvo þekktustu dýragarða í Bandaríkjunum.

San Diego er heillandi borg nálægt landamærum Mexíkó. Borgin er sú næststærsta í Kaliforníu og þar er fjölmargt að sjá og gera fyrir þá sem vilja koma í spennandi borg sem hefur eitthvað fyrir alla.

Upplifðu brot af Mexíkó

Margir sem ferðast til San Diego fara í dagsferð yfir landamærin til Tijuana. Það eru nokkrar ferðaskrifstofur í San Diego sem bjóða upp á slíkar ferðir en það er ekki sniðugt að ferðast á eigin vegum yfir landamærin eins og staðan er í dag. Tijuana er eiginlega ekki alvöru Mexíkó því þangað kemur mikill fjöldi ferðamanna á hverjum degi, en það er samt skemmtileg upplifun.

Þú getur líka upplifað Mexíkó með því að skoða gamla bæinn sem er staðsettur norður af miðbæ San Diego. Þar eru söguleg hús frá 17. öld, handverksbúðir, mexíkósk tónlist og matur. Algjörlega þess virði að fara þangað!

san-diego-2013-front-page-image.jpg

Langar þig að surfa í San Diego?

San Diego býður upp á fjölmarga kosti fyrir þá sem vilja vera mikið utandyra, t.d. frábærar strendur og golfvelli. Margir ákveða að læra surf í borginni og ef þú ert ekki tilbúin(n) að hoppa beint út í sjóinn geturðu prófað tilbúnu öldurnar á Misson Beach. Nokkrar stórar og þekktar strendur eru í San Diego og þar sem veðurfar er hlýtt allan ársins hring í Kaliforníu er alltaf hægt að fá sér sundsprett í sjónum. Eftir dag á ströndinni er dásamlegt að enda á veitingastað eða skemmtilegum bar og fá sér nokkra drykki. Gaslamp Quarter er svæði sem er þekktast fyrir marga veitingastaði, kaffihús, verslanir og bari af öllu tagi t.d. Dick's, þar sem þjónarnir fá greitt fyrir að vera dónalegir...

Veður í San Diego

Í San Diego er miðjarðarhafsloftslag sem einkennist af hlýjum, þurrum sumrum og mildum vetrum með lítilli úrkomu. San Diego veðrið er milt, að mestu þurrt og 201 dag á ári er hitinn yfir 21° - ekki slæmt! Sumrin, eða þurrkatímabilin, eru frá maí-október. Veturinn, eða regntímabilið, er frá nóvember-apríl.

KILROY mælir með

San Diego er bara í nokkurra klukkutíma bílferð frá Los Angeles svo ef þú vil kíkja á syðri slóðir eða ef þú elskar dýragarða þá mælum við klárlega með að þú farir í roadtrip!

Hafa samband