Caracas

Bílar í höfuðborginni Caracas í Venezuela
 

Caracas í Venezuela

Caracas, höfuðborg Venezuela, er spennandi borg sem býður upp á frábæran mat, næturklúbba, fallegt útsýni yfir dalinn um kring og hún liggur bara stuttan spöl frá Karabíska hafinu. Caracas er kanski ekki fræg ferðamannaparadís en borgin er vel þess virði að sjá hana og hún er ágætis áningarstaður milli Evrópu og Suður Ameríku.

Höfuðborgin spennandi, Caracas, liggur í Caracas dalnum í norður Venesúela. Þar búa um fjórar milljónir manna og aðeins Cerro Ávila fjallgarðurinn aðskilur borgina frá Karíbahafinu. Þökk sé góðri staðsetningu og nútímalegum alþjóðlegum flugvelli, Maiquetia, er Caracas vinsæl ferðamiðstöð milli Evrópu og Suður Ameríku.

Fyrir meira en fimmhundruð árum stóð hér indjánaborg, en svo komu spænsku landvinningamennirnir og námu hér land. Í dag er Caracas einn stærsti drifkraftur efnahags Rómönsku Ameríku; staður þar sem maður getur fengið tilfinningu fyrir efnahagsástandi Venezuela. Eins og í mörgum stórum Suður Amerískum borgum má hér sjá bláfátæka og moldríka sem ganga hlið við hlið í erli borgarinnar. Þú getur verslað í nýtískulegum verslunarmiðstöðvum, borðar mat á heimsklassa og dansað fram á dag í næturklúbbunum.

Farðu á Las Mercedes svæðið til að versla. Þar finnur þú bestu barina, pöbbana og sundlaugarnar. Hér hittist yngri kynslóð Caracas til að hanga. Bara hálftíma frá borginni finnur þú fallegar strendur þar sem heimamenn eyða frítíma sínum. Ein vinsælasta dagsferðin þeirra er hinn stórfenglegi “Colonia Tovar” - þýskur smábær í hitabeltinu sem þú villt örugglega ekki missa af!

Að sá í Caracas

Í Caracas East Park, einnig þekktur sem Parque del Generalissimo Francisco de Miranda má sjá lítinn dýragarð og eftirmynd af “Leander” skipi Francisco de Miranda, í miðju grænu undralandi garðsins.

Fæðingarhúsi Simón Bolivars, fræga byltingarmannsins sem leiddi sjálfstæðishreyfingu Suður Ameríku í byrjun 19. aldar, hefur verið breytt í safn þar sem þú getur skoðað vopn, búninga og fána frá tímabilinu. Ef þú hefur ekki fengið nóg af Bolivar eftir það getur þú heimsótt Plaza Bolívar eða Museo Bolivariano, þar sem þú kemst í kynni við persónulegar eigur hans. Við torgið stendur þinghúsið, Capitol Federal, byggð í nýklassískum stíl, með gylltri þakhvelfingu yfir fræga og glæsilega Salón Elíptico herberginu.

National Pantheon: Hér sérð þú hinn hinsta hvílustað margra frægra manna og kvenna Venezuela í gullfallegri gamalli kirkju.

El Hatillo er nýlenduþorp í suð-austur útjaðri borgarinnar, lítill, litríkur og vel varðveittur bær sem er týpískur fyrir nýlendutímabilið og vel heimsóknarinnar virði.

Cerro El Ávila fjallið liggur milli borgarinnar og Karabíska hafsins. Ofan af fjallinu getur þú séð yfir alla borgina og gengið um frábæra gönguslóða. Þú getur ferðast upp á fjallið í litlum kláf sem er kallaður Teleférico.

Út að borða í Caracas

Caracas er fræg fyrir hágæða veitingastaði sem bjóða upp á mat allsstaðar að úr heiminum. Vinsælustu matarstefnurnar eru m.a. franskur, ítalskur, spænskur, indverskur, kínverskur, japanskur og mexíkanskur matur. Bestu spænsku veitingastaðirnir eru í La Candelaria hverfinu, þar sem innflytjendur frá Galicia og Kanarí búa. Týpískir réttir sem þú ættir að prófa eru t.d. papellón criollo, empanadas, arepas and hallaca.

Veðurfar Caracas

Í Caracas er hitabeltisloftslag sem breytist næstum ekkert yfir árið. Meðalhiti yfir daginn er minnst 16˚C og mest 28˚C. Rigningatímabilið er milli maí og nóvember og þá eru þrumur og eldingar ekki óalgengar.

Ferðaráð Kilroy

Best er að ferðast um borgina í neðanjarðarlest eða með rútukerfinu. Þótt götukerfið sé alltaf troðfullt af farartækjum, þá getur verið ennþá troðnara í neðanjarðarlestinni, sérstaklega síðdegis. Umferðin, ruslið og hávaðinn mun pirra þig þegar þú heimsækir Caracas.

Það eru mörg hótel í Caracas, en engin farfuglaheimili, sem þýðir að borgin er dýr fyrir unga ferðamenn. Þú getur ekki fengið herbergi á milli 20-30 Bandaríkjadala eins og annars staðar í Suður Ameíku. Miðbærinn er hættulegur svo það er best að gista í austurbænum, í Sabana Grande eða austar.

Caracas er ekki mjög örugg borg, heldur reyndar ein sú hættulegasta í Suður Ameríku, og sérstaklega eru byssuglæpir vandamál. Passaðu þig og hlutina þína og ekki labba neitt einsamall/einsömul!

Hafa samband