Venesúela

Angel falls í Venesúela
 

Venesúela – Öfgar í alla áttir

Venesúela, í norðurhluta Suður Ameríku, liggur rétt norðan við miðbaug og er eitt mest framandi hitabeltisland heimsálfunnar. Hér finnur þú ómótstæðilegar strendur við Karabíska hafið, ótrúleg svæði með einhverjum hæstu fossum í heimi og skrítnum bergmyndunum, fullkomin fjallgöngu- og köfunartækifæri, villt dýr í fenjum Los Llanos, undursamlega Amazon frumskóginn og margt fleira.

Eins og að ferðast í aðra veröld

Fyrir hinn ævintýragjarna bakpokaferðamann í leit að einhverju villtu, framandi og öðruvísi, eru ekki margir staðir á jörðinni sem geta keppt við Venezuela. Þetta hitabeltisland við miðbaug í Suður-Ameríku býður upp á sérstakt og mikilfenglegt landslag ólíkt öllu öðru á jörðu, og geymir óteljandi tækifæri til að kafa, fara í fjallgöngu, klifra, sjá villt dýralíf og margt fleira.

Caracas og Choroni

Ef þú flýgur til Venezuela munt þú væntanlega lenda í höfuðborginni Caracas. Hún er hávær og svolítið klikkuð borg þar sem glæpatíðnin er há og fátæktin mikil. Borgin er sjarmerandi en ef þú hefur ekki mikinn tíma stingum við upp á að leita ævintýra fyrir utan borgina um leið og þú hefur séð það mikilvægasta. Þegar þú ferð frá borginni muntu líklega fara með rútu – það er ekki mikið um lestir í Venezuela svo almenningssamgöngur eru yfirleitt með rútu. Það er til mikið úrval af rútuferðum í öllum gæða- og verðflokkum.

Fyrsta stoppistöð eftir Caracas gæti vel verið fallega sjávarþorpið Choroni, sem liggur þriggja tíma ferð burt, við Karabíska hafið. Þótt þú hafir ekki staðinn útaf fyrir þig er það samt frábær staður til að slappa af á gullfallegum ströndunum áður en þú ferð í ævintýraleit í þessu heillandi landi.

sunrise

Hinn Horfni Heimur: La Gran Sabana and Mt. Roraima

Náttúra Venesúela var innblástur enska rithöfundarins Arthur Conan Doyle til að skrifa ‘Hinn Horfna Heim’ - sem svo varð kveikjan að t.d. Jurassic Park myndunum - og það er ekki erfitt að sjá af hverju þegar þú horfir á La Gran Sabana í suðvesturhluta landsins. Kóróna svæðisins er Roraima fjallið, súrrealískt og mikilfenglegt fjall sem rís 2.810 metra yfir sjávarmál og er meira og minna flatt á toppinum. Reyndar eru fullt af þessum svokölluðu “borðfjöllum” (tepuis á mállýsku innfæddra) hér á landamærum Guyana og Brasilíu.

Það er eitthvað ótrúlega ævintýralegt og framandi við þennann stað sem enginn ferðamaður í Venezuela ætti að missa af. Ef þú ferðast hingað mun þér örugglega líða eins og svo mörgum hefur liðið á undan þér: þetta verður einn af þínum uppáhalds stöðum á jörðinni! Allavega þegar þú hefur komið upp á Roraima, en þar uppgötvar þú einstakt plöntulíf, dýralíf og jarðfræði sem líkist engu öðru á jörðinni. Vegna þess að fjallatoppurinn er svo afskekktur hefur dýra- og plöntulífið hér þróast sjálfstætt og er einstakt á jörðinni, eins og eitthvað úr öðrum heimi (eða úr “Horfnum Heimi”!) Þú getur séð kjötætuplöntur og margar aðrar skrítnar plöntur og blóm, skrítin skordýr og önnur smádýr (en engar risaeðlur, því miður).

Til að komast upp á topp þarftu augljóslega að fara í fjallgöngu, sem er hluti ævintýrisins og auðvelt að finna ferðir. Svæðið hefur náð vinsældum meðal ævintýragjarnra bakpokaferðalanga og þess vegna eru til staðar fullt af leiðsögumönnum sem bjóða upp á skipulagðar fjallgönguferðir. Taktu þér tíma og finndu réttu ferðina fyrir þig, það eru til mismunandi ferðir á mismunandi erfiðleikastigum, svo það skiptir miklu að finna þá réttu.Mt. Roraima

Angel Falls – hæsti foss í heimi

Mt. Roraima fjallið liggur í Canaima Þjóðgarðinum, sem er frábær staður. Í garðinum er Salto Angel, eða “Englafossinn”, sem er hæsti foss í heimi. Þessi ótrúlegi foss fellur hvorki meira né minna en 919 metra ofan af tepui “borðfjalli”. Það er sláandi sýn, hvort sem þú sérð það neðan frá eða úr lofti. En það sem er kanski ótrúlegast við fossinn er að vatnið gufar upp áður en það lendir í ánni fyrir neðan – svo hár er hann!

Fyrir utan að borga mikið til að fljúga yfir þetta náttúruundur er í raun engin auðveld leið hingað upp. Það er án vafa ein af ástæðunum fyrir að þessi staður er umkringdur áru dulúðar og ævintýra – það er alltaf eitthvað sérstakt við staði sem er erfitt að komast til. Til að komast að Englafossinum þurfa flestir tvo daga frá litla flugvellinum í Canaima, en þaðan gengur þú og rærð kanó að fossinum.

angel falls

Canaima þjóðgarðurinn

Fyrir utan þetta er allur Canaima Þjóðgarðurinn vel þess virði að skoða hann. Það er fullt af himneskum stöðum, fossar og ár þar sem þú getur róið kanó eða fallegar sandöldur þar sem þú getur notið útsýnisins og slappað af. Vatnið í þessum ám og stöðuvötnum eru skringilega rauð-brúnleitt á lit, sem bætir sérstökum blæ við þennan framandi stað.

canaima

Fjöll eða strendur?

Þegar þú ert búinn í Canaima er margt annað að sjá og gera í Venezuela. Þú getur tekið rútu til Mérida í vesturhluta landsins, þar sem norðurhluti Andesfjallanna liggur og teygir sig alla leið suður yfir meginlandið. Mérida er falleg borg í skógi vöxnum dal, lífleg háskólaborg þar sem finna má góða veitingastaði, næturlíf og ýmis konar skemmtun. Hér getur þú prófað lengsta og hæsta kláf heims upp á Pico de Espejo í 4.765 metra hæð, þar sem þú getur notið mikilfenglega Andesfjallanna. Eða þá getur þú farið í fjallgöngu - eða jafnvel klettaklifur ef þú fílar það. Hér í Sierra Nevada de Mérida, eins og þessi hluti Andesfjallanna  er kallaður, munt þú upplifa yndislegt útsýni - meðal annars jökla og kristaltær, grænblá jökullón.

Eftir áskoranirnar í fjöllunum, af hverju ekki að slappa af á fallegum ströndum landsins við Karabíska hafið? Hér tekur ein ómótstæðileg ströndin við af annari gerðar úr fínum, hvítum sandi sem brakar undir fótum á alveg réttan hátt, margar þeirra umkringdar pálmatrjáum sem bærast í vindinum. Prófaðu Playa Medina ströndina á Paria Peninsula skaganum til dæmis, sem gæti verið sú besta af öllum frábæru ströndum landsins! Þessi strönd er bara nokkur hundruð metra löng, umkringd gróskumiklum klettum og löngum röðum pálmatrjáa. Hér máttu vera jafn lengi og þú vilt í skjóli eins af einföldu “bungalow” kofunum eða liggjandi í hengirúmi í skugga pálmatrjánna. Velkomin til paradísar!

Svolítið lengra vestur og stutt flug (eða langa bátsferð) frá ströndinni kemst maður að afskekktum eyjaklasa, Los Roques, sem er besti köfunarstaður Venezuela.

Los Roques

Los Roques samanstendur af meira en 300 litlum (eða mjög litlum) eyjum, og þær eru næstum allar þaktar hvítum sandi og umkringdar ómótstæðilegu, kristartæru vatni fullu af litríkum kóralrifjum og stórum hópum litríkra hitabeltisfiska. Sjávarlífið hér er heillandi og allt svæðið er verndaður þjóðgarður. Maður skilur vel af hverju því fegurðin er yfirþyrmandi og maður óskar sér að maður gæti verið hér alla ævi!

Það eru aðrar strandparadísir meðfram strönd meginlandsins. Chichiriviche (ekki hafa áhyggjur – við getum ekki borði það fram heldur!) liggur skammt frá Caracas og þar má sjá gullfallega flóa og strendur. Í nálægum Morocoy National Park þjóðgarðinum er hægt að snorkla og leita að flamingóum og hinum fallega ibis fugli.

Los Llanos, Orinoco og Amazon

Þótt það geti verið freistandi að vera um aldur og ævi á ströndinni þá mælum við innilega með að skella á sig bakpokanum og taka stefnuna suður til Los Llanos. Llano þýðir slétta en á Los Llanos svæðinu er líka votlendi, skóglendi, ár og frábær tækifæri til að sjá innfædda ættbálka Amazon, sem er erfitt að koma auga á í gegnum þykkan frumskóginn. Þess vegna mælum við með að prófa það í Los Llanos, þar sem er mikið af anaconda snákum í leðjunni (drífðu þig í göngutúr til að koma auga á þá!), apa, beltisdýr, risamauraætur, krókódíla, páfagauka og mun fleira. Þetta er besti staður landsins til að komast í kynni við dýralíf og við mælum með að gista á einum af nautgripabúgörðunum sem eru hér úti um allt, en það er eina rétta leiðin til að njóta þessa villta staðar með alvöru kúrekabrag. 

Lengra til suðurs getur þú farið í ferð eftir Orinoco ánni, stærstu á í Venesúela, en þá býðst þér að stoppa í einu af indjánaþorpum staðarins á leiðinni. Og af hverju ekki að fara enn lengra suður, inn í hinn dularfulla og goðsagnakennda Amason frumskóg í átt að brasilísku landamærunum ... ?

Hafa samband