Franska Guyana

Suðræn strönd á Frönsku Guyana
 

Franska Guyana – best geymda leyndarmál Suður Ameríku!

Franska Guyana er í Suður Ameríku við strönd Atlantshafsins, milli Brasilíu og Suriname. Í suðurhluta landsins einkennist landslagið af lágum fjöllum, en annars ráða sléttur, ár og hitabeltisskógar ríkjum. Þetta smáríki er ókannaður hitabeltisblettur í norðurhluta Suður Ameríku. Bókaðu ferð til Frönsku Guyana með KILROY.

Franska Guyana í Suður-Ameríku er sérstaklega vel þekkt fyrir gullnámur og – fyrir byrjun sjötta áratugarins – fyrir að vera fangelsisnýlenda. Sérstaklega þekkt fyrir það er 'Devil's Island' – Djöflaeyjan – sem hefur náð heimsfrægð gegnum skáldsöguna “Papillon” eftir Henri Charriers, sem var svo gerð að klassískri kvikmynd með Dustin Hoffman og Steve McQueen.

Ennfremur er Franska Guyana staðurinn til að finna geimstöðina ESA (Space Station for European space research), nálægt bænum Kourou.

French connection

Franska Guyana einkennist af því að frá 1667 hefur það verið hluti af Frakklandi, og því einnig hluti af ESB undanfarinn áratug. Mest af matnum í landinu er, eins og flest annað, innflutt frá Frakklandi, en Frakkland styður líka landið með ýmsum uppbyggingarverkefnum til að bæta landbúnað þess. Ferðamannaiðnaðurinn er enn frekar takmarkaður. Fyrst flestar vörur eru innfluttar frá Evrópu getur verið tiltölulega dýrt að ferðast í Frönsku Guyana – en ævintýrið er vel þess virði! 

Íbúar Frönsku Guyana

Franska Guyana er fámenn og hýsir færri en 200.000 íbúa. Flestir búa meðfram Atlantshafsstöndinni og lifa á fiskveiði.

Helmingur íbúanna eru afkomendur afrískra þræla og aðeins um 4% eru innfæddir indjánar, en þeir búa aðallega í miðhluta landsins. Aðal tungumálið er Franska en það eru líka til margar staðbundnar mállýskur.

Óbyggðir Frönsku Guyana  og frumskógarsamfélög

Í regnskógum Frönsku Guyana eru enn til samfélög sem eru mjög einangruð frá umheiminum. Og þrátt fyrir að í þéttbýlum landsins séu spítalar og skólar jafn góðir og í iðnaðarríkjum heimsins, er ekki auðvelt að ferðast í Frönsku Guyana. Til dæmis eru þar bara nokkur hundruð kílómetrar af vegum, svo fyrir þá sem vilja ferðast utan troðinna ferðamannastaða er Franska Guyana einmitt rétti staðurinn. Landið er óuppgötvuð paradís og fullkominn staður til að komast af “troðnu slóðinni”.

Hafa samband