Ayers Rock

Ayers Rock - Uluru í Ástralíu
 

The Ayers Rock - Hinn heilagi klettur Ástralíu, Uluru

Sveitalandslag Ástralíu einkennist af rauðum jarðvegi og þar búa dingó hundar og villtir hestar. Mitt í víðáttunni stendur mikill klettur sem frumbyggjar Ástralíu álitu heilagan. Þetta er hinn forni Uluru sem einnig er þekktur sem The Ayers Rock á meðal ferðamanna.

Kletturinn er úr sandsteini og er eitt helsta náttúruundur veraldar. Hann nær 348 metra upp í loftið og þó er mest af honum neðanjarðar. Hann er eitt helsta náttúrundur Ástralíu

Litasinfónía

Uluru er sífellt að breyta um lit. Í morgunskímunni glansar hann í appelsínugulum og rauðum bjarma, dagsbirtan færir gulan birtu yfir hann og þegar kvöldar verða litirnir dekkri, allt frá ljósbrúnum og upp í dökkgráan. Ferðamenn, hvaðanæva úr heiminum, koma til að horfa á þennan klett við sólarupprás og sólarlag. Andrúmsloftið við hann er töfrandi klukkan 4 að nóttu til þegar áhugasömustu ferðamennirnir hafa vaknað snemma til að njóta sólarupprásarinnar. Náttúran er þögul og hægt er að greina útlínur klettsins í myrkrinu. Eftir nokkra stund sjást fyrstu geislar sólarinnar.

Ayers Rock með kengúru skilti - Gerist ekki meira ástralskt!

Gakktu umhverfis klettinn

Á meðan dagsbirtan leyfir, mælum við með því að þú farir í 10 km göngu umhverfis klettinn. Á leiðinni eru upplýsingaskilti sem segja sögu frumbyggja. Leyfilegt er að klifra upp klettinn, jafnvel þó frumbyggjar vildu óska þess að ferðamenn gerðu það ekki. Nokkur slys hafa orðið á ferðamönnum við klifrið og jafnvel banaslys. Því er líklegt að fljótlega verði tekið fyrir það að ferðamenn klífi klettinn.

Náttúran þarna í kring er stórbrotin og nálægt Uluru er hægt að sjá fleiri náttúruundur. Dæmi um þau eru hin gríðarstóra klettamyndun, Kata Tjuta, sem þekkist einnig undir heitinu Mount Olga eða The Olgas og frábær þjóðgarður sem er um 300 km norðaustur af Uluru. Helsta aðdráttarafl hans er Kings Canyon, gríðarstórt gljúfur sem skiptir jörðinni í tvennt og nær allt að 300 metra dýpi.

Langar vegalengdir

Nálægt Uluru finnur þú vel útbúið tjaldstæði þar sem þú getur sofið í tjaldi eða undir stjörnubjörtum himni í eyðimörkinni. Vegalengdir geta verið miklar svo ef þú hefur ekki tíma til að eyða nokkrum dögum í rútu frá t.d. Adelaide eða Darwin til að komast til Ayers Rock, er auðveldast að fljúga að litla Ayers Rock flugvellinum eða til Alice Spring. Flugið frá Sydney er 3 klukkutímar sem sýnir best hvað þetta er í raun lööööng vegalengd. Við mælum þó með því að þú farir með rútu ef þú hefur tímann fyrir þér, þú munt sjá fjölmargt áhugavert á leiðinni. Frá Alice Springs er hægt að fara í fjölbreyttar ævintýraferðir sem fara til Uluru og að Kings Canyon og sem bónus færðu að kynnast endalausri rauðri eyðimörkinni.

Ruusa hjá KILROY hefur farið að skoða Ayers Rock. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt fá ráðleggingar um bestu ævintýraferðirnar ættir þú endilega að hafa samband við KILROY.

Hafa samband