Great Barrier Reef

Köfun í Kóralrifinu mikla
 

Kóralrifið mikla - Kafaðu niður í eitt af sjö náttúrulegu undrum veraldar!

Great Barrier kóralrifið sem á íslensku nefnist Kóralrifið mikla, er stórkostlegt náttúruundur sem allir kafarar og snorklarar verða að sjá að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni. Slakaðu á og lærðu hvernig á að kafa með því að gista á „live-aboard“ skipi og njóttu þess að kanna sjávarlífið með eigin augum. Það er margt annað hægt að gera hér en að kafa og þér mun alls ekki leiðast á þessum slóðum. KILROY hjálpar þér að fá sem mest út úr fríinu þínu í Great Barrier kóralrifinu!

Langar þig að upplifa stærsta og besta kóralvistkerfi heims? Þetta áhrifamikla svæði nær yfir 900 eyjar og um 2.500 kóralrif sem staðsett eru á um 2.600 kílómetra svæði í Kóralhafi, úti fyrir ströndum Queensland í Ástralíu. Þetta gríðarstóra kóralrif er draumastaður allra kafara og snorklara því sjávarlífið þar er svo fjölbreytt og neðansjávarlandslagið er einfaldlega stórkostlegt!

Kóralrifið á sér réttmætan stað á heimsminjaskrá UNESCO og stór hluti af því er einnig verndaður af The Great Barrier Marine Park. Kóralrifið er heimili höfrunga, hvala, sækúa og mismunandi tegunda af skjaldbökum auk fjölmargra tegunda af fiskum í öllum regnbogans litum. Þú ættir að taka með myndavél sem virkar neðansjávar því þú munt skapa frábærar minningar!

Airlie Beach er oft álitin byrjunarreitur fyrir ferðir um Whitsunday eyjar og Great Barrier kóralrifið. Airlie er lítil borg þar sem er aðeins ein gata og mikið af bakpokaferðalöngum. Líkt og í Cairns er engin alvöru strönd þar, en nokkur vötn og lón sem gerð eru af mannahöndum en koma á óvart. Þar getur þú slakað á, synt og grillað á almenningsgrillum. Flestar af ævintýraferðum KILROY fara frá þessum tveimur borgum. Þú getur ekki ferðast um kóralrifið án þess að eiga bókaða ferð. Það er hægt að fara í köfunarferðir sem taka aðeins einn dag en við mælum sterklega með því að gista á live-aboards skipum því þá þarftu ekki að hugsa um að finna hótelgistingu. Live-aboard er skip með mjög þægilega þjónustu fyrir þá sem vilja eyða þar nokkrum nóttum og borða góðan mat. Venjulega siglir skipið hægt að næsta áfangastað svo þú færð tækifæri til þess að kafa á mörgum mismunandi stöðum. Snorklarar munu sjá margt líka, jafnvel meinlausa kóralhákarla  eða  fyndna kartöfluþorska. Sólarþilfar skipsins býður upp á frábær skilyrði fyrir góða afslöppun. Margir segja að dvöl á skipinu sé þægileg og róleg upplifun fyrir þá sem eru ekki fyrir köfun.

Þegar þú ert ekki að kafa

Whitsunday Islands eru staður sem allir Ástralir myndu vilja fara að minnsta kosti einu sinni til. Sandstrendurnar eru með fínum, hvítum sandi og eru einfaldlega stórkostlegar. Eyjarnar eru staðsettar í um 8 klukkustunda fjarlægð frá Cairns og það er langbest að skoða þær með því að sigla þangað á góðri seglskútu. Raging Thunder hefur frábær skip og ferðir sem þú myndir mögulega vilja bóka.

Cape Tribulation er nálægt Cairns og þar eru frábærar gönguleiðir í regnskóginum; skoðaðu „Go Wild“ dagsferðina  - ævintýraferð þar sem þú færð frábæra upplifun af þessu áhugaverða náttúruverndunarsvæði.

Tully River er líka spennandi dagsferð frá Cairns, sérstaklega fyrir þá sem eru að leita að ævintýri; það er frábært að fara í rafting þar! Það er best að skoða hinara afskekktu Fitzroy eyjar og nágrenni þeirra með því að sigla á kajak eða snorkla. Ekki missa af þessari perlu í hafinu. Spurðu KILROY um aðrar skoðunarferðir í Great Barrier kóralrifinu.

Great Barrier kóralrifið; köfun og snorkl

Great Barrier kóralrifið er heimsklassastaður til að kafa og snorkla í hafinu. Það er langbest að gista á live-aboard skipi í nokkra daga til að fá sem besta upplifun af róandi fríi við hafið! Þú getur líka tekið Padi Open water köfunarréttindin á 7 dögum á skipinu. KILROY hefur góð tilboð fyrir þá sem vilja læra að kafa og margir ferðamenn hafa sagt að þetta sé hverrar krónu virði. Skoðaðu t.d. fimm daga ferðir Raging Thunder, Pro dive Cairns ferðin þar sem þú lærir að kafa. 

Í Great Barrier kóralrifinu lifa yfir 400 tegundir af kórölum og 1500 tegundir af fiski svo þú getur rétt ímyndað þér hvað er ríkulegt náttúrulíf í þessum framandi hluta heimsins.  Rifið er gríðarstórt og mismunandi hlutar þess bjóða upp á nýja og spennandi nálgun svo þú ættir að plana ferðina þína vel. Great Barrier rifið hentar byrjendum sem og reyndari köfurum. Þú munt ekki verða fyrir vonbrigðum með þessa ævintýraferð!

Ábyrg ferðamennska

Great Barrier kóralrifinu standa margar umhverfisógnir fyrir dyrum, t.d. ferðamennska, veðurfarsbreytingar og breytingar á vistkerfi sem valda því að kóralarnir verða hvítir. Þú getur hjálpað við að vernda kóralrifið með því að vera sanngjarn ferðamaður og snerta ekki neitt á meðan þú kafar eða snorklar. Leyfðu kórölunum að vera þar sem þeir eiga heima. Ekki gefa fiskunum og gættu að froskalöppunum þínum svo þú brjótir ekki kórala.

Ferðaráð KILROY

Þegar þú kemur á staðinn muntu líklega taka eftir því að þú hefðir getað fengið betra tilboð ef þú hefðir bókað ferð að Kóralrifinu mikla í gegnum KILROY áður en þú fórst af stað. Gerðu það snemma því skipin geta orðið fullbókuð, sérstaklega á vinsælustu tímabilunum.

Þegar þú ert að skipuleggja ferðina þína, taktu þá með í reikninginn að rigning getur haft áhrif á það hvað vatnið er tært. Desember og janúar eru góður tími til þess að ferðast á, þrátt fyrir að þá sé mjög heitt. Köfun og afslappandi frí í Kóralrifinu mikla bíður eftir þér. Bókaðu flug og gistingu með KILROY. 

Hafa samband