Kakadu

Ferðir til Kakadu National Park, Ástralíu
 

Ferðir til Kakadu - Villt náttúra Ástralíu

Kakadu þjóðgarðurinn er einn af hápunktum Ástralíu. Þessi heillandi garður í Northern Territory, nokkur hundruð kílómetra austur af Darwin, er fullkominn staður til að skoða ástralska náttúrufegurð. Garðurinn er spennandi og hér er mikið um framandi gróður og dýralíf. Hinir heimsfrægu krókódílar fá sannarlega blóðið til að renna hraðar!

Ferð í Kakadu þjóðgarðinn í norðurhluta Ástralíu er dásamleg upplifun sem veitir þér þá tilfinningu að þú hafir fengið að upplifa „alvöru“ Ástralíu. Hér í stærsta þjóðgarði landsins er mikið af sandsteinsklettum, fossum, fallegu plöntulífi og áhugaverðu dýralífi. Svæðið er sérstaklega þekkt fyrir marga – og stóra – krókódíla, en einnig fyrir kóalabirni og kengúrur sem sjást víða í garðinum ásamt tugum annarra áhugaverðra dýra. Fljótlega munt þú skilja hvers vegna Kakadu er á heimsminjaskrá UNESCO.

Upplifðu alvöru ævintýri í Ástralíu - Ferð til Kakadu

Að ferðast til Kakadu þjóðgarðsins

Best er að ferðast til Kakadu þjóðgarðarins frá borginni Darwin sem er höfuðborg Northern Territory svæðisins. Þaðan er annaðhvort hægt að ferðast með bíl í þjóðgarðinn eða fara í skipulagða ævintýraferð. Kosturinn við slíkar ferðir er að þú færð góða kynningu á þjóðgarðinum frá leiðsögumönnum sem margir eru uppaldir á svæðinu. Leiðsögumennirnir eiga það sameiginlegt að þeir eru sérfræðingar í garðinum og vita nákvæmlega hvar og hvenær þeir eiga að finna áhugaverð dýr og náttúrufyrirbæri.

Það er ekki einungis náttúran og dýralífið sem gerir Kakadu áhugaverðiann því hér eru líka fjölmörg hellamálverk og minjar frá tímum frumbyggja svæðisins. Það er auðveldlega hægt að eyða heilli viku í Kakadu án þess að leiðast!

Kakadu þjóðgarðurinn er staðsettur á Arnhem Land svæðinu, stóru og villtu landsvæði sem nær yfir mikinn hluta Northern Territory. Þar er mikið af hitabeltisströndum, ám og hrikalegum gljúfrum, en gættu þín – þar er einnig mikið af krókódílum og öðrum meira og minna hættulegum dýrum svo það eru fáir staðir þar sem hægt er að synda.

Krókódíll í Kakadu National Park - Ástralía

Hápunktar Kakadu þjóðgarðsins

Í Kakadu er nauðsynlegt að sjá fossana Jim Jim Falls og Twin Falls sem virðast vera í keppni um hvor vekur meiri hrifningu. Þessir fallegu fossar falla niður af sandsteinsklettum í allt að 215 metra hæð og niður í dásamlegar náttúrulaugar þar sem sumstaðar er hægt að synda (laust við krókódíla – en mundu að spyrja alltaf leiðsögumenn eða innfædda!) Laugarnar eru umkringdar litríkum gróðri og maður getur ekki annað en spurt sjálfan sig hvort maður sé í paradís.

Skoðaðu líka Nourlangie, við endamörk Arnhem Land en það landsvæði skiptir miklu máli fyrir frumbyggjana. Þar er besta safn hellamálverka Kakadu, fyrir neðan stórkostlega rauða sandsteinskletta sem eru skreyttir með appelsínugulum, svörtum og hvítum tónum. Það er auðvelt að skilja hvers vegna þessi staður var og er svo mikilvægur fyrir frumbyggja svæðisins.

Ekki missa af því að heimsækja Gunlom, annan virkilega fallegan foss sem fellur af klettasyllu og ofan í náttúrulaug – við mælum með brattri göngu niður Waterfall Walk, en þaðan er frábært útsýni.

Kakadu þjóðgarðurinn er einn af hápunktun Ástralíu

Það er margt annað að sjá og skoða í Kakadu, til dæmis Maguk og Ubirr. Maguk er staðsett í suðurhluta garðsins og er friðsælli hluti af Kakadu sem mjög fáir ferðamenn heimsækja. Í Ubirr, sem staðsett er 40 km norður af aðalvegi Kakadu, The Arnhem Highway, eru mörg málverk og meiri ró og næði en á mörgum öðrum stöðum þjóðgarðarins.

Veður í Kakadu og Northern Territory

Á regntímabilinu verður blautt - mjög blautt - á þessum slóðum. Þetta er á milli nóvember/desember og apríl. Á þessu tímabili getur verið erfitt að heimsækja Kakadu því flóð og þrumuveður eru algeng, hafðu það í huga þegar þú skipuleggur ferð til Ástralíu. Hins vegar er, eins og gefur að skilja, meira vatn í fossunum á þessum árstíma heldur en t.d. við lok þurrkatímabilsins, september-nóvember. Þá er yfirleitt ekkert mjög spennandi að skoða garðinn þar sem hann er frekar þurr og tómlegur.

Dreymir þig um að heimsækja Kakadu?
Hafðu samband við KILROY!

Hafa samband