Whitsunday eyjar

Withsundays
 

Whitsunday eyjar - einstök náttúrufegurð

Dreymir þig um að ferðast um á seglskútu, komast í návígi við sæskjaldbökur og upplifa meiriháttar sólarlag? Ef svarið er já þá er ferð um Whitsunday eyjarnar eitthvað fyrir þig. Ekki hika og bókaðu ferð þína með KILROY!

Whitsunday eyjarnar eru þekktar fyrir einstaka náttúrufegurð en þar finnur þú hvítar sandstrendur og sægrænt haf. Það eru um 74 eyjar sem mynda eyjaklasann og eru þær flestar óbyggðar. Skelltu þér í siglingu um Whitsunday og njóttu lífsins!

Ævintýraleg sigling um Whitsundays

Airlie Beach

Flestar ferðir um Whitsunday eyjarnar og Whitehaven ströndina fara frá Airlie Beach sem er á meginlandi Ástralíu. Stoppaðu þar í eina til tvær nætur og upplifðu hina skemmtilegu stemningu sem myndast oft meðal bakpokaferðalanganna. 

Whitehaven ströndin

Á siglingu þinni munt þú alveg bókað fara á Whitehaven ströndina enda er það staðurinn sem mátt ekki sleppa. Whitehaven ströndin er um 7km löng og staðsett á Whitsunday eyjunni sem er sú stærsta í klasanum. Tæri sjórinn, hvíti sandurinn og allt sjávarlífið er alveg einstök upplifun sem mun heilla alla! Þegar þú sérð ströndina munt þú um leið skilja af hverju hún er ein mest ljósmyndaða strönd Ástralíu. 

Langar þig að taka einstakar myndir? - Whitsundays

Hvar er besta að taka myndir?

Gakktu upp á Tounge Point en þar eru útsýnispallar þar sem þú munt fá einstak útsýni yfir eyjuna og tækifæri til að taka frábærar myndir. Mundu bara að stoppa og njóta líka útsýnisins sem er engu öðru líkt!

Hvenær er best að fara?

Veðurfarið er heitt og notalegt allt árið um kring. Ef þú villt forðast eða sjá stingskötur og marglyttur þá er mikið af þeim á svæðinu yfir sumartíma (október - maí). Hafðu samband við ferðaráðgjafa varðandi nánari upplýsingar.

Ekki gleyma snorklgræjunum - Whitsundays

Ferðaráð frá KILROY

Athugaðu hvort það séu ekki örugglega snorkl græjur um borð, annars verður þú að koma með þínar eigin. Whitsunday eyjarnar eru staðsettar við stærsta kóralrif í heimi. Þarna eru mörg tækifæri fyrir þig til að hoppa út í vatnið og skoða hið einstaka sjávarlíf. Við mælum með að þú farir i nokkurra daga siglinu um svæðið til að fá sem bestu upplifunina. 

Dreymir þig um ferð um Whitsunday eyjarnar?
Hafðu samband!

Hafa samband