Los Angeles

Surfer á strönd í Los Angeles.
 

Ferðir til Los Angeles - Borg englanna

Þér mun ekki leiðast í englaborginni frægu! Farðu á brimbretti, eða krúsaðu á Hollywood Hills, farðu í Cheery Pride gönguna eða svamlaðu á Malibu strönd. Við bjóðum uppá ódýra flugmiða, gistingu og ævintýraferðir. Ferðastu með KILROY til LA!

Í borg frægðar og frama búa um 4 milljónir íbúa, en á stórborgarsvæðinu búa yfir 16 milljónir íbúa. Borgin er næst fjölmennasta borg Bandaríkjanna á eftir New York og er hún í Kaliforníu fylki. Hér blandast saman 140 þjóðerni og mynda skemmtilegan menningarhrærigraut. Minnihlutasvæðin eru Chinatown, þar sem þú færð bestu núðlurnar, Koreatown, Little India, Little America, Thai Town og Little Ethiopia. Þótt varla þurfi að nefna, þá hefur hvert svæði sinn einstaka karakter.

1280x 300-beach losangeles

Farðu í nútímalistasafnið sem er staðsett á 250 S Grand Ave, alveg í miðbænum. Hér sérðu afar skemmtilega popplist og ljósmyndir ásamt mörgum öðrum áhugaverðum listaverkum.

Ef þú færð þörf fyrir að versla grimmt skaltu stefna á Rovertson Blvd og Melrose Ave, og ef þú vilt missa þig algerlega og eyða eins og stjörnurnar skaltu fara á Rodeo Drive, en þar þarftu ansi feitt veski. LA er almennt talin vera paradís þeirra verslunarglöðu.  

Walt Disney Concert Hall staðsett á 135 N Grand Ave, í miðbæ LA er oft með snilldar tónleika. Svo er náttúrulega Disneyland í Anaheim tilvalinn staður fyrir börn sem og aðra áhugasama. 

Svo er algert skilyrði að skoða Beverly Hills sem lítur alveg eins út og í samnefndri sjónvarpsseríu. Þú getur m.a. farið út að borða á hinu fræga Beverly Hills Hóteli.

Hinn frægi "Route 66" vegur endar við Palisades garðinn í Santa Monica. Ef þú ert mikið fyrir að skoða mannlífið er þetta rétti staðurinn, en hér líta allir glæsilega út - meira að segja skokkararnir. Í Santa Monica finnurðu sædýrasafn (1600 Ocean Front Walk) þar sem þú getur horfst í augu við hákarla. Einnig er Pier & Pacific garðurinn skammt frá ef þú vilt einhverja frekari dægrastyttingu.   

Hollywood

Hollywood er þekkt fyrir upptökuverin sem þróuðust á upphafi tuttugustu aldar. Það er heillandi að sjá hvar stóri kvikmyndaiðnaðurinn fæddist og ennþá hefur svæðið uppá mikið að bjóða fyrir ferðamenn. Þú getur byrjað á að keyra um Hollywood hæðirnar til að sjá óraunverulegu hýbýli fræga fólksins.    

Heimsfræga leikhúsið Kodak, áður þekkt undir nafninu Graumans Chinese leikhúsið, var byggt 1927 á blómaskeiði Hollywood. Leikhúsið er einfaldlega goðsagnarkennt. Þetta gríðarstóra leikhús er staðsett á hinni frægu götu, Hollywood Boulevard. Frægustu frumsýningarnar fara fram hér og einnig Óskarverðlaunahátíðirnar. Fyrir framan leikhúsið geturðu séð eiginhandaáritanir og lófaför fræga fólksins þrykkt í stéttina. 

Hollywood Walk of Fame er einnig á Hollywood Boulevard. Yfir 200 stjörnur eru á jörðinni með nöfnum á leikurum og fólki sem hefur lagt sitt af mörkum fyrir skemmtanaiðnaðinn. Kermit froskur og Mikki Mús eiga sitthvora stjörnuna auk Marilyn Monroe, svo nokkur dæmi séu nefnd. 

Universal Studio er mjög fjölsóttur þemagarður. Þú getur hæglega eytt heilum degi hér og fylgst með upptöku þáttanna "Aðþrengdar Eiginkonur". Parmount Studios og Warner Bros Studios eru einnig mjög svöl fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með hvernig sjónvarpsseríur eru filmaðar.

Hollywood

Strendurnar í LA

Malibu er stærsta ströndin í Los Angeles. Hún lítur nákvæmlega eins út og í bíómyndunum, með löngum pálmatrjám við langa sandströnd. Venice Beachfront er svalur staður og hér er rosa gott að slaka á og láta sólina baka sig. 

Meðfram gönguplönkunum sérðu alls kyns furðufólk. Syntu í suðurhluta Kyrrahafs, leigðu línuskauta eða leiktu þér í strandblaki. Hentu af þér sandölunum og taktu vel á því í Sand Dunes "work-out" garðinum í South Bay (33rd & Bell Ave). En svo geturðu auðvitað bara litið vel út í nýja surfer-stuttbuxunum eða mini-bikiníinu. 

Afþreying í LA

Strandarunnendur geta svo sannarlega notið lífsins á Venice Beach, Malibu og Zuma. Hér eru góðar öldur til brimbretta- og bodyboarding iðkunar. Manhattan strönd er pökkuð af fólki í blaki og sólbaði á sumrin en hún er talin skemmtilegasta og besta ströndin í Los Angeles. 

Ef þú vilt fara í gönguferðir skaltu stefna á fjöllin í Santa Monica, Malibu Sate Park og Griffith Park. 

Bernandino National Forest, Big Bear Lake er nálægasta skíðasvæðið. Þú getur skíðað á bikiní yfir vortímann, það er svo sólríkt. Vertíðin er frá desember til og með apríl. 

losangeles-night

Ferðast um LA

Umferðaþunginn er gífurlegur því það er einn bíll á íbúa í borginni! Samt er besti ferðamátinn að leigja bíl eða taxa, þú verður bara að vera þolinmóður. Það yrði starað á þig ef þú myndir reyna að labba, vegalengdir eru svo langar. Einnig er í boði almenningssamgöngur, svo sem með metró, strætó eða lest. Alþjóðlegi flugvöllurinn LAX í Los Angeles er einn af annasömustu flugvöllum í heimi. 

Árstíðir

Sólríku júlí og ágúst mánuðir eru annasömustu ferðamánuðir ársins í Los Angeles. Á þessum árstíma eru verðin uppsprengd. Þú sparar bæði peninga og taugar ef þú ferðast á tímabilinu mars til maí eða frá september til nóvember. Í júní er mesta mengunin. 

Hafa samband